Erlent

Áframhaldandi árásir Ísraela

Enn á ný héldu ísraelskar hersveitir á Gasa-ströndina í nótt og drápu þar Palestínumann. Skriðdrekar og jarðýtur sáust á götum bæjarins Beit Hanoun. Skömmu áður gerðu herþyrlur árás á byggingu upplýsingaskrifstofu sem sögð er tengjast Hamas-samtökunum. Í sömu byggingu eru m.a. CNN, BBC, tyrkneska sjónvarpið og al-Jazeera með skrifstofur. Einnig var tóm átta hæða bygging sprengd í loft upp og fimmtán heimili Palestínumanna voru jöfnuð við jörðu þar sem sextíu manns misstu húsaskjól sitt. Í gær réðust palestínskir hryðjuverkamenn á landamærabæinn Sderot og drápu þar karlmann og þriggja ára dreng. Aðgerðir ísraelshers eru taldar í hefndarskyni og er óttast að hersetan muni vara um hríð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×