Erlent

Zarqawi á lista Sameinuðu Þjóðanna

Hryðjuverkahópar sem lúta stjórn Abus Musabs al-Zarqawis í Írak eru nú komnir á alþjóðlegan lista Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök. Það þýðir að aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna ber að gera allt sem í þeirra valdi er til að koma í vef fyrir ferða félaga í samtökunum, leggja hald á vopn þeirra og frysta fjármuni sem rekja má til þeirra. Hópar Zarqawis hafa staðið fyrir fjölda hryðjuverka, mannrána og skemmdarverka í Írak, og lýstu á sunnudaginn var yfir því að félagar í þeim myndu taka þátt í heilögu stríði gegn óvinum Íslams með bardagamönnum Ósama bin Ladens. Fram að því höfðu sumir hryðjuverkasérfræðingar getið sér til um að einskonar samkeppni ríkti á milli bin Ladens og Zarqawis, sem vildi slá bin Laden við í stríðinu gegn Vesturlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×