Erlent

Lögregla stöðvaði sjálfsvíg

Lögreglan á Kristjánssandi stöðvaði ungt þýskt par sem hafði áætlað að fremja sjálfsvíg með því að stökkva fram af Prekestolen, 600 metra háu bjargi sem er vinsæll ferðamannastaður á vesturströnd Noregs, nærri Stavangri. Rannsókn leiddi í ljós að parið hafði kynnst á spjallsíðu á veraldarvefnum sem helgað er sjálfsvígum og sammæltist þar um að stökkva hina hinstu ferð saman. Fyrir fjórum árum frömdu austurrísk kona og norskur maður sjálfsvíg með sama hætti. Leikgerð af sögu þeirra, "Norway.today." hefur verið sýnt í leikhúsum víða um Þýskaland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×