Erlent

Í hungurverkfalli í dómkirkju

Þrettán flóttamenn frá Eþíópíu, sem hafa dvalið í búðum fyrir flóttamenn í Noregi í þrjú ár, án þess að fá landvistarleyfi, settust að í dómkirkjunni í Oslo í gærkvöldi og hófu þar hugurverkfall. Fólkinu hefur verið gert að yfirgefa Noreg en það berst fyrir landvist sinni með þessum hætti. Ráðamenn kirkjunnar hafa ekki óskað eftir því að fólkið verði fjarlægt, en lögregla er þó í viðbragðsstöðu við hana. Málið kemur væntanlega til kasta norskra stjórnvalda í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×