Erlent

Ekki orðnir bandamenn

Rússar og Bandaríkjamenn "eru sannarlega ekki lengur óvinir en eru sennilega ekki heldur orðnir bandamenn," sagði Sergei Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar hann lýsti samskiptum landanna að loknum fundi sínum með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ivanov sagði samskipti Rússlands og Bandaríkjanna enn í þróun. "Þetta er ferli sem er að þróast. Það getur ekki byrjað á ákveðnum tímapunkti og verið lokið í næstu viku." Forsetar landanna tveggja hafa stundum borið lof á samskipti þeirra. Þannig hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kallað þau bandamenn í baráttunni gegn hryðjuverkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×