Mikilvægar kosningar í Venesúela 15. ágúst 2004 00:01 Íbúar í Venesúela greiddu í dag atkvæði um hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu þar sem þær gætu haft víðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. Hugo Chaves hefur verið umdeildur í embætti frá því að hann settist á forsetastól í Venesúela árið 1998. Undanfarin tvö ár hafa blóðug átök staðið um forsetann sem vonir standa til að ljúki með atkvæðagreiðslunni. Margir óttast þó að svo verði ekki, einkum ef Chaves tapar og véfengir kosninguna. Sjálfur hefur hann ýjað að því að tap gæti fallið í grýttan jarðveg meðal stuðningsmanna í hernum og olíuiðnaði og að þeir myndu hugsanlega ekki sætta sig við annan forseta. Chaves hét því í kosningabaráttu sinni árið 1998 að berjast gegn spillingu og fátækt. Frá því að hann tók við embætti hefur hann lagt stóran hluta olíuauðs landsins í að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu, menntun og ýmis konar félagsþjónustu fyrir fátæka. Þetta hefur tryggt honum vinsældir meðal hluta þjóðfélagsins en andstæðingar hans eru honum æfir fyrir að hafa sóað olíuauð í kolröng verkefni sem þeir segja fyrst og fremst þjóna tilgangi Chaves. Úrslita kosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst í ljósi þess að Venesúela er fimmti stærsti olíuframleiðandi heims. Óreiða og upplausn í landinu yrði til þess að olíuverð á heimsmarkaði hækkaði enn frekar en það var einmitt einkum ótti við hugsanlega óöld í landinu sem varð til þess að verð á olíufati á heimsmarkaði hækkaði á föstudaginn upp í fjörutíu og sex dollara, sem er hæsta verð sem mælst hefur. Afleiðingar frekari hækkunar gætu orðið mjög alvarlegar fyrir efnahagslíf víða um heim, þar með talið hér á landi. Á myndinni sést Hugo Chaves greiða atkvæði sitt í kosningunum í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Íbúar í Venesúela greiddu í dag atkvæði um hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu þar sem þær gætu haft víðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. Hugo Chaves hefur verið umdeildur í embætti frá því að hann settist á forsetastól í Venesúela árið 1998. Undanfarin tvö ár hafa blóðug átök staðið um forsetann sem vonir standa til að ljúki með atkvæðagreiðslunni. Margir óttast þó að svo verði ekki, einkum ef Chaves tapar og véfengir kosninguna. Sjálfur hefur hann ýjað að því að tap gæti fallið í grýttan jarðveg meðal stuðningsmanna í hernum og olíuiðnaði og að þeir myndu hugsanlega ekki sætta sig við annan forseta. Chaves hét því í kosningabaráttu sinni árið 1998 að berjast gegn spillingu og fátækt. Frá því að hann tók við embætti hefur hann lagt stóran hluta olíuauðs landsins í að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu, menntun og ýmis konar félagsþjónustu fyrir fátæka. Þetta hefur tryggt honum vinsældir meðal hluta þjóðfélagsins en andstæðingar hans eru honum æfir fyrir að hafa sóað olíuauð í kolröng verkefni sem þeir segja fyrst og fremst þjóna tilgangi Chaves. Úrslita kosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst í ljósi þess að Venesúela er fimmti stærsti olíuframleiðandi heims. Óreiða og upplausn í landinu yrði til þess að olíuverð á heimsmarkaði hækkaði enn frekar en það var einmitt einkum ótti við hugsanlega óöld í landinu sem varð til þess að verð á olíufati á heimsmarkaði hækkaði á föstudaginn upp í fjörutíu og sex dollara, sem er hæsta verð sem mælst hefur. Afleiðingar frekari hækkunar gætu orðið mjög alvarlegar fyrir efnahagslíf víða um heim, þar með talið hér á landi. Á myndinni sést Hugo Chaves greiða atkvæði sitt í kosningunum í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira