Viðskipti Rifós stefnir á 1.000 tonna bleikjueldi Fiskeldisfyrirtækið Rifós í Kelduhverfi stefnir á að hætta laxeldi sínu og einbeita sér í staðinn að bleikjueldi. Félagið hefur starfsleyfi fyrir 1.000 tonna eldi á bleikju. Viðskipti innlent 3.6.2013 09:12 Söngvari Iron Maiden stofnar eigið flugfélag Bruce Dickinson söngvari hljómsveitarinnar Iron Maiden er að stofna sitt eigið flugfélag. Dickinson er þekktur flugmaður og hann starfaði m.a. sem flugmaður hjá Iceland Express. Viðskipti erlent 3.6.2013 09:02 Fyrrum forstjóri MI5 í stjórn HSBC Sir Jonathan Evans fyrrum forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5 hefur verið skipaður í stjórn HSBC bankans. Hann mun einnig taka sæti í sérstakri nefnd innan bankans sem á að berjast gegn fjármálaglæpum. Viðskipti erlent 3.6.2013 08:44 Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga. Viðskipti innlent 3.6.2013 08:11 Ríkasta fólk heimsins verður enn ríkara Í nýrri skýrslu sem unnin var af Boston Consulting Group um auðæfi heimsins kemur fram að ríkasta fólkið í heiminum er orðið enn ríkara en áður. Eitt prósent af íbúum jarðarinnar ræður nú yfir 39% af auðæfum heimsins. Viðskipti erlent 3.6.2013 08:05 Olíuverðslækkun: Tunnan af Brent olíunni komin undir 100 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert síðan fyrir helgina eða um rúmlega 2%. Viðskipti erlent 3.6.2013 07:46 Vinnur nær örugga sýklavörn úr skrápum hákarla Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Viðskipti erlent 3.6.2013 07:34 Milljarðar Gaddafis finnast í Suður Afríku Í ljós er komið að Muammar Gaddafi fyrrum leiðtogi Lýbíu faldi hluta af auðæfum sínum í Suður Afríku. Fundist hefur reiðufé, gull og demantar en verðmætið er talið yfir milljarður dollara eða yfir 123 milljarða kr. Viðskipti erlent 3.6.2013 07:24 Arðsemi banka enn undir markmiði Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rétt tæpa 14 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Viðskipti innlent 3.6.2013 06:00 Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Viðskipti innlent 1.6.2013 18:30 Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum Viðskipti innlent 1.6.2013 13:29 Telur umræðu um verð á innfluttum vörum villandi "Innkaupsverð á innfluttum neysluvörum hækkaði um 4,2% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og fyrsta ársfjórðungs í ár. Á sama tíma hækkaði verð til íslenskra neytenda um 3,7%, þ.e. minna en tilefni var til. Launavísitalan hækkaði enn fremur á sama tímabili um 5,2% en þrátt fyrir það virðist álagning ekki hafa hækkað á tímabilinu.“ Viðskipti innlent 31.5.2013 14:03 Hagfræðideild dregur úr hagvaxtarspá sinni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,8% á þessu ári í uppfærðri þjóðhagsspá sinni. Þetta er nokkur lækkun frá spá deildarinnar frá nóvember 2012, en þá var spáð 2,4% hagvexti. Viðskipti innlent 31.5.2013 13:17 Tvö útgerðarfélög eignast dragnótaskipið Portland Tvö útgerðarfélög, þ.e. Dala Rafn ehf, og Útgerðarfélagið Glófaxi ehf., óskuðu eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ í gær um að fá kauptilboðið á dragnótaskipið Portland VE 79 framselt til sín. Eins og kunnugt er af fréttum í ákvað Vestmannaeyjabær að nýta sér forkaupsrétt sinn að skipinu. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:34 HB Grandi aðeins 6 mánuði að byggja 3.800 fm frystigeymslu Það eru aðeins liðnir 6 mánuðir og einni viku betur síðan Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri frystigeymslu og flokkunarhúsi austan við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði í Reykjavík. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:26 Fyrsti jákvæði þjónustujöfnuður í upphafi árs síðan 1990 Afgangur var af þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs upp á 625 milljónir kr. skv. bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem afgangur er af þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi, eða a.m.k. í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem er eins langt aftur og tölur Seðlabanka Íslands ná. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:20 Skuldabréf Skipta eru á athugunarlista Með vísan til tilkynningar frá Skiptum hf. sem birt var opinberlega í dag vill Kauphöllin ítreka að skuldabréfið SIMI 06 1 er á athugunarlista. Kauphöllin vekur athygli á því að ákveðnar takmarkanir eru á framsali skuldabréfanna í tilkynningu um málið. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:11 Búnaður fyrir alla Verslunin Hafberg köfunarvörur býður upp á úrval köfunarbúnaðar fyrir alla kafara. Auk þess býður verslunin upp á viðgerðarþjónustu og leigir út búnað. Kynningar 31.5.2013 12:00 Arion banki gefur út nýtt kort í samvinnu við Icelandair Í dag hefur Arion banki útgáfu á MasterCard World Elite kortum sem veita handhöfum víðtæk ferðatengd fríðindi. Kortin eru gefin út í samstarfi við Icelandair en Arion banki og Icelandair undirrituðu nýlega samstarfssamning þar um. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:49 Jón Björnsson ráðinn forstjóri ORF Líftækni Greint var frá því á aðalfundi ORF Líftækni hf. í gær að stjórn félagsins hafi gengið frá ráðningu Jóns Björnssonar í starf forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:42 Endurskipulagningu Skipta verði lokið í lok júní Stefnt er að því að endurskipulagningu Skipta hf. verði lokið í lok júní. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kaupahallarinnar. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:24 Eigendur Reykjahlíðar vilja virkjun í Bjarnarflagi Landeigendur Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að lokið verði nauðsynlegum undirbúningi vegna nýrrar 45 MW gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi og að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:07 Íslandsbanki hefur endurreiknað 7.200 gengislán Íslandsbanki hefur nú þegar endurreiknað 7.200 bílalán og kaupleigusamninga af um 15.000 í samræmi við dóma Hæstaréttar sem féllu á síðasta ári um hvernig fjármálafyrirtæki skyldu endurreikna ólögmæt gengistryggð lán, svonefndir kvittanadómar. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:01 Japanir hætta að selja hundamat úr íslensku langreyðarkjöti Japanskt fyrirtæki, Michinoku Farm, hefur hætt sölu á hundamat sem framleiddur var úr kjöti af íslenskum langreyðum. Þetta var gert í kjölfar mikils þrýstings frá fjórum stórum umhverfisverndarsamtökum, þar á meðal IKAN í Japan og Environmental Investigation Agency í Bretlandi. Viðskipti erlent 31.5.2013 10:16 Ísland hagstæðasti staðurinn fyrir gagnaver Ísland er afar ákjósanlegur staður fyrir uppbyggingu netþjónabúa. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu BroadGroup. Viðskipti innlent 31.5.2013 10:00 Enn eitt atvinnuleysismetið á evrusvæðinu Enn eitt atvinnuleysismetið var sett á evrusvæðinu í apríl. Atvinnuleysið mældist 12,2% í apríl og jókst um 0,1 prósentu frá fyrri mánuði. Viðskipti erlent 31.5.2013 09:53 Hagnaður TM yfir hálfur milljarður á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 522 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er verulega betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 191 milljón kr. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:37 Olíuverðmætin á norska landgrunninu metin á 20.000 milljarða Skoska greiningarfyrirtækið Wood Mackenzie hefur reiknað það út að verðmæti olíunnar sem fundist hefur á norska landgrunninu undanfarin áratug nemi um 1.000 milljörðum norskra kr. eða ríflega 20.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 31.5.2013 09:31 Vöruskiptin hagstæð um rúma 77 milljarða í fyrra Á árinu 2012 voru fluttar út vörur fyrir 633,0 milljarða króna en inn fyrir 555,7 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 77,3 milljörðum króna en 97,1 milljarðs króna afgangur var árið 2011 á gengi hvors árs. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:16 Þjónustujöfnuður við útlönd var í járnum Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 77,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 76,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 0,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæður um 5,7 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:12 « ‹ ›
Rifós stefnir á 1.000 tonna bleikjueldi Fiskeldisfyrirtækið Rifós í Kelduhverfi stefnir á að hætta laxeldi sínu og einbeita sér í staðinn að bleikjueldi. Félagið hefur starfsleyfi fyrir 1.000 tonna eldi á bleikju. Viðskipti innlent 3.6.2013 09:12
Söngvari Iron Maiden stofnar eigið flugfélag Bruce Dickinson söngvari hljómsveitarinnar Iron Maiden er að stofna sitt eigið flugfélag. Dickinson er þekktur flugmaður og hann starfaði m.a. sem flugmaður hjá Iceland Express. Viðskipti erlent 3.6.2013 09:02
Fyrrum forstjóri MI5 í stjórn HSBC Sir Jonathan Evans fyrrum forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5 hefur verið skipaður í stjórn HSBC bankans. Hann mun einnig taka sæti í sérstakri nefnd innan bankans sem á að berjast gegn fjármálaglæpum. Viðskipti erlent 3.6.2013 08:44
Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga. Viðskipti innlent 3.6.2013 08:11
Ríkasta fólk heimsins verður enn ríkara Í nýrri skýrslu sem unnin var af Boston Consulting Group um auðæfi heimsins kemur fram að ríkasta fólkið í heiminum er orðið enn ríkara en áður. Eitt prósent af íbúum jarðarinnar ræður nú yfir 39% af auðæfum heimsins. Viðskipti erlent 3.6.2013 08:05
Olíuverðslækkun: Tunnan af Brent olíunni komin undir 100 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert síðan fyrir helgina eða um rúmlega 2%. Viðskipti erlent 3.6.2013 07:46
Vinnur nær örugga sýklavörn úr skrápum hákarla Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Viðskipti erlent 3.6.2013 07:34
Milljarðar Gaddafis finnast í Suður Afríku Í ljós er komið að Muammar Gaddafi fyrrum leiðtogi Lýbíu faldi hluta af auðæfum sínum í Suður Afríku. Fundist hefur reiðufé, gull og demantar en verðmætið er talið yfir milljarður dollara eða yfir 123 milljarða kr. Viðskipti erlent 3.6.2013 07:24
Arðsemi banka enn undir markmiði Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rétt tæpa 14 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Viðskipti innlent 3.6.2013 06:00
Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Viðskipti innlent 1.6.2013 18:30
Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum Viðskipti innlent 1.6.2013 13:29
Telur umræðu um verð á innfluttum vörum villandi "Innkaupsverð á innfluttum neysluvörum hækkaði um 4,2% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og fyrsta ársfjórðungs í ár. Á sama tíma hækkaði verð til íslenskra neytenda um 3,7%, þ.e. minna en tilefni var til. Launavísitalan hækkaði enn fremur á sama tímabili um 5,2% en þrátt fyrir það virðist álagning ekki hafa hækkað á tímabilinu.“ Viðskipti innlent 31.5.2013 14:03
Hagfræðideild dregur úr hagvaxtarspá sinni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,8% á þessu ári í uppfærðri þjóðhagsspá sinni. Þetta er nokkur lækkun frá spá deildarinnar frá nóvember 2012, en þá var spáð 2,4% hagvexti. Viðskipti innlent 31.5.2013 13:17
Tvö útgerðarfélög eignast dragnótaskipið Portland Tvö útgerðarfélög, þ.e. Dala Rafn ehf, og Útgerðarfélagið Glófaxi ehf., óskuðu eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ í gær um að fá kauptilboðið á dragnótaskipið Portland VE 79 framselt til sín. Eins og kunnugt er af fréttum í ákvað Vestmannaeyjabær að nýta sér forkaupsrétt sinn að skipinu. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:34
HB Grandi aðeins 6 mánuði að byggja 3.800 fm frystigeymslu Það eru aðeins liðnir 6 mánuðir og einni viku betur síðan Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri frystigeymslu og flokkunarhúsi austan við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði í Reykjavík. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:26
Fyrsti jákvæði þjónustujöfnuður í upphafi árs síðan 1990 Afgangur var af þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs upp á 625 milljónir kr. skv. bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem afgangur er af þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi, eða a.m.k. í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem er eins langt aftur og tölur Seðlabanka Íslands ná. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:20
Skuldabréf Skipta eru á athugunarlista Með vísan til tilkynningar frá Skiptum hf. sem birt var opinberlega í dag vill Kauphöllin ítreka að skuldabréfið SIMI 06 1 er á athugunarlista. Kauphöllin vekur athygli á því að ákveðnar takmarkanir eru á framsali skuldabréfanna í tilkynningu um málið. Viðskipti innlent 31.5.2013 12:11
Búnaður fyrir alla Verslunin Hafberg köfunarvörur býður upp á úrval köfunarbúnaðar fyrir alla kafara. Auk þess býður verslunin upp á viðgerðarþjónustu og leigir út búnað. Kynningar 31.5.2013 12:00
Arion banki gefur út nýtt kort í samvinnu við Icelandair Í dag hefur Arion banki útgáfu á MasterCard World Elite kortum sem veita handhöfum víðtæk ferðatengd fríðindi. Kortin eru gefin út í samstarfi við Icelandair en Arion banki og Icelandair undirrituðu nýlega samstarfssamning þar um. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:49
Jón Björnsson ráðinn forstjóri ORF Líftækni Greint var frá því á aðalfundi ORF Líftækni hf. í gær að stjórn félagsins hafi gengið frá ráðningu Jóns Björnssonar í starf forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:42
Endurskipulagningu Skipta verði lokið í lok júní Stefnt er að því að endurskipulagningu Skipta hf. verði lokið í lok júní. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kaupahallarinnar. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:24
Eigendur Reykjahlíðar vilja virkjun í Bjarnarflagi Landeigendur Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að lokið verði nauðsynlegum undirbúningi vegna nýrrar 45 MW gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi og að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:07
Íslandsbanki hefur endurreiknað 7.200 gengislán Íslandsbanki hefur nú þegar endurreiknað 7.200 bílalán og kaupleigusamninga af um 15.000 í samræmi við dóma Hæstaréttar sem féllu á síðasta ári um hvernig fjármálafyrirtæki skyldu endurreikna ólögmæt gengistryggð lán, svonefndir kvittanadómar. Viðskipti innlent 31.5.2013 11:01
Japanir hætta að selja hundamat úr íslensku langreyðarkjöti Japanskt fyrirtæki, Michinoku Farm, hefur hætt sölu á hundamat sem framleiddur var úr kjöti af íslenskum langreyðum. Þetta var gert í kjölfar mikils þrýstings frá fjórum stórum umhverfisverndarsamtökum, þar á meðal IKAN í Japan og Environmental Investigation Agency í Bretlandi. Viðskipti erlent 31.5.2013 10:16
Ísland hagstæðasti staðurinn fyrir gagnaver Ísland er afar ákjósanlegur staður fyrir uppbyggingu netþjónabúa. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu BroadGroup. Viðskipti innlent 31.5.2013 10:00
Enn eitt atvinnuleysismetið á evrusvæðinu Enn eitt atvinnuleysismetið var sett á evrusvæðinu í apríl. Atvinnuleysið mældist 12,2% í apríl og jókst um 0,1 prósentu frá fyrri mánuði. Viðskipti erlent 31.5.2013 09:53
Hagnaður TM yfir hálfur milljarður á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 522 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er verulega betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 191 milljón kr. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:37
Olíuverðmætin á norska landgrunninu metin á 20.000 milljarða Skoska greiningarfyrirtækið Wood Mackenzie hefur reiknað það út að verðmæti olíunnar sem fundist hefur á norska landgrunninu undanfarin áratug nemi um 1.000 milljörðum norskra kr. eða ríflega 20.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 31.5.2013 09:31
Vöruskiptin hagstæð um rúma 77 milljarða í fyrra Á árinu 2012 voru fluttar út vörur fyrir 633,0 milljarða króna en inn fyrir 555,7 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 77,3 milljörðum króna en 97,1 milljarðs króna afgangur var árið 2011 á gengi hvors árs. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:16
Þjónustujöfnuður við útlönd var í járnum Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 77,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 76,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 0,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæður um 5,7 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:12