Viðskipti

Fyrrum forstjóri MI5 í stjórn HSBC

Sir Jonathan Evans fyrrum forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5 hefur verið skipaður í stjórn HSBC bankans. Hann mun einnig taka sæti í sérstakri nefnd innan bankans sem á að berjast gegn fjármálaglæpum.

Viðskipti erlent

Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra

Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga.

Viðskipti innlent

Ríkasta fólk heimsins verður enn ríkara

Í nýrri skýrslu sem unnin var af Boston Consulting Group um auðæfi heimsins kemur fram að ríkasta fólkið í heiminum er orðið enn ríkara en áður. Eitt prósent af íbúum jarðarinnar ræður nú yfir 39% af auðæfum heimsins.

Viðskipti erlent

Telur umræðu um verð á innfluttum vörum villandi

"Innkaupsverð á innfluttum neysluvörum hækkaði um 4,2% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og fyrsta ársfjórðungs í ár. Á sama tíma hækkaði verð til íslenskra neytenda um 3,7%, þ.e. minna en tilefni var til. Launavísitalan hækkaði enn fremur á sama tímabili um 5,2% en þrátt fyrir það virðist álagning ekki hafa hækkað á tímabilinu.“

Viðskipti innlent

Tvö útgerðarfélög eignast dragnótaskipið Portland

Tvö útgerðarfélög, þ.e. Dala Rafn ehf, og Útgerðarfélagið Glófaxi ehf., óskuðu eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ í gær um að fá kauptilboðið á dragnótaskipið Portland VE 79 framselt til sín. Eins og kunnugt er af fréttum í ákvað Vestmannaeyjabær að nýta sér forkaupsrétt sinn að skipinu.

Viðskipti innlent

Fyrsti jákvæði þjónustujöfnuður í upphafi árs síðan 1990

Afgangur var af þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs upp á 625 milljónir kr. skv. bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem afgangur er af þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi, eða a.m.k. í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem er eins langt aftur og tölur Seðlabanka Íslands ná.

Viðskipti innlent

Skuldabréf Skipta eru á athugunarlista

Með vísan til tilkynningar frá Skiptum hf. sem birt var opinberlega í dag vill Kauphöllin ítreka að skuldabréfið SIMI 06 1 er á athugunarlista. Kauphöllin vekur athygli á því að ákveðnar takmarkanir eru á framsali skuldabréfanna í tilkynningu um málið.

Viðskipti innlent

Búnaður fyrir alla

Verslunin Hafberg köfunarvörur býður upp á úrval köfunarbúnaðar fyrir alla kafara. Auk þess býður verslunin upp á viðgerðarþjónustu og leigir út búnað.

Kynningar

Íslandsbanki hefur endurreiknað 7.200 gengislán

Íslandsbanki hefur nú þegar endurreiknað 7.200 bílalán og kaupleigusamninga af um 15.000 í samræmi við dóma Hæstaréttar sem féllu á síðasta ári um hvernig fjármálafyrirtæki skyldu endurreikna ólögmæt gengistryggð lán, svonefndir kvittanadómar.

Viðskipti innlent

Þjónustujöfnuður við útlönd var í járnum

Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 77,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 76,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 0,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæður um 5,7 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs.

Viðskipti innlent