Óvænt en breytir þó ekki spám Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 11:31 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Verðbólga hjaðnaði úr fjórum prósentum í 3,8 á milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofunnar sem voru birtar í morgun. Greiningaraðilar höfðu spáð óbreyttri eða örlítilli hækkun á verðbólgu og var því um nokkuð óvænt tíðindi að ræða. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, bendir á að flugfargjöld hafi lækkað um tólf prósentustig á milli mánaða og segir það skýra þróunina að mestu leyti. „Þetta kemur okkur og örugglega öllum greiningaraðilum á óvart en þetta eru virkilega jákvæðar tölur. Það er gott að fara með þetta inn í veturinn,“ segir Bergþóra. Gleðitíðindin hafi þó ekki áhrif á spá þeirra um að stýrivextir verði ekki lækkaðir frekar í þeim tveimur vaxtaákvörðunum sem eftir eru á árinu. „Við erum að gera ráð fyrir að verðbólga muni aukast örlítið á næstu mánuðum, það er að segja ársverðbólga. Hún verður ennþá í kringum þessi fjögur prósent og peningastefnunefnd hefur sagt að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til að þeir fari að lækka vexti á ný. Þannig okkur finnst ólíklegt að vextir verði lækkaði það sem eftir er af þessu ári,“ segir Bergþóra. Gert ráð fyrir vaxtalækkun á næsta ári Verðbólgan sé enn ekki nálægt 2,5 prósenta markmiði seðlabankans. Hún þyrfti að hjaðna hraðar en spár gera ráð fyrir til að vaxtalækkun teljist raunhæfur möguleiki. „Við erum hins vegar að gera ráð fyrir að verðbólga hjaðni hægt og bítandi á næsta ári og þá gætu þau haldið áfram vaxtalækkunarferlinu. En þau voru svolítið skýr með að verðbólga þyrfti að hjaðna nær markmiði áður en þau færu að lækka vexti á ný.“ Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Íslandsbanki Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Verðbólga hjaðnaði úr fjórum prósentum í 3,8 á milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofunnar sem voru birtar í morgun. Greiningaraðilar höfðu spáð óbreyttri eða örlítilli hækkun á verðbólgu og var því um nokkuð óvænt tíðindi að ræða. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, bendir á að flugfargjöld hafi lækkað um tólf prósentustig á milli mánaða og segir það skýra þróunina að mestu leyti. „Þetta kemur okkur og örugglega öllum greiningaraðilum á óvart en þetta eru virkilega jákvæðar tölur. Það er gott að fara með þetta inn í veturinn,“ segir Bergþóra. Gleðitíðindin hafi þó ekki áhrif á spá þeirra um að stýrivextir verði ekki lækkaðir frekar í þeim tveimur vaxtaákvörðunum sem eftir eru á árinu. „Við erum að gera ráð fyrir að verðbólga muni aukast örlítið á næstu mánuðum, það er að segja ársverðbólga. Hún verður ennþá í kringum þessi fjögur prósent og peningastefnunefnd hefur sagt að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til að þeir fari að lækka vexti á ný. Þannig okkur finnst ólíklegt að vextir verði lækkaði það sem eftir er af þessu ári,“ segir Bergþóra. Gert ráð fyrir vaxtalækkun á næsta ári Verðbólgan sé enn ekki nálægt 2,5 prósenta markmiði seðlabankans. Hún þyrfti að hjaðna hraðar en spár gera ráð fyrir til að vaxtalækkun teljist raunhæfur möguleiki. „Við erum hins vegar að gera ráð fyrir að verðbólga hjaðni hægt og bítandi á næsta ári og þá gætu þau haldið áfram vaxtalækkunarferlinu. En þau voru svolítið skýr með að verðbólga þyrfti að hjaðna nær markmiði áður en þau færu að lækka vexti á ný.“
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Íslandsbanki Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira