Viðskipti innlent Telur endurreisn bankakerfisins verða lokið í maí Mats Josefsson formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins telur að endurreisn íslenska bankakerfisins verði lokið fyrir maílok. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:44 Frjálsi starfar áfram - hætt við sameiningu Frjálsi fjárfestingarbankinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd samkvæmt leyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Bankinn sem verið hefur dótturfélag SPRON verður áfram í 100% eigu SPRON. Fyrirhugað var að sameina bankana en hætt hefur verið við þau áform. Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa Fjárfestingarbankans segir að ný stjórn verði sett yfir bankann á næstu dögum. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:32 Enn hækkar gengi Össurar Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:22 Yfirtakan á Sparisjóðabankanum hefur engin áhrif á Byr Yfirtaka FME á Sparisjóðabankanum mun ekki hafa áhrif á rekstur Byrs þar sem eign Byrs í Sparisjóðabankanum hafði þegar verið færð niður í uppgjöri Byrs fyrir árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr þar sem ennfremur segir að sparisjóðurinn hafi ekki átt hlut í SPRON og því hefur yfirtaka hans ekki fjárhagsleg áhrif á Byr. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:13 Allar innistæður í SPRON komar til Nýja Kaupþings Samkvæmt tilmælum frá stjórnvöldum hafa allar innstæður viðskiptavina SPRON færst yfir til Nýja Kaupþings. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:09 Atvinnulífið fær greiðsluaðlögun og tímabundið afnám vaxta Samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun atvinnulífsins er gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 dreift á lengri tímabil. Gildistaka laganna er frá 15. mars til þess að ná yfir hefðbundinn gjalddaga aðflutningsgjalda, vegna tímabilsins janúar til febrúar 2009, sem var 15. mars. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:03 Atvinnulausir orðnir 17.300 talsins Atvinnulausum á landinu heldur áfram að fjölga með miklum hraða. Atvinnulausir eru nú orðnir 17.306 talsins samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar. Viðskipti innlent 23.3.2009 09:51 Launavísitalan óbreytt - kaupmáttur dregst saman Launavísitala í febrúar 2009 var 355,7 stig og er óbreytt frá fyrri mánuði. Í frétt á heimasíðu Hagstofunnar segir að síðastliðna tólf mánuði hafi launavísitalan hækkað um 6,7%. Viðskipti innlent 23.3.2009 09:16 FME frestar innlausnum úr sjóðum rekstarfélags SPRON Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um yfirtöku á SPRON hefur eftirlitið með vísan til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði ákveðið að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf. Viðskipti innlent 23.3.2009 09:11 Staða Sparisjóðabankans var óviðunandi að mati SÍ Í bréfi sem Seðlabanki Íslands (SÍ) sendi til Fjármálaeftirlitsins (FM) þann 21. mars var rætt um neikvæða eiginfjárstöðu bankans og óviðunandi lausafjárstöðu. Viðskipti innlent 23.3.2009 08:21 Atorka vinnur að framlengingu á kyrrstöðusamningi Þann 10. febrúar tilkynnti Atorka um samning um kyrrstöðu til 20. mars 2009 í tveimur skuldabréfaflokkum við viðskiptabanka félagsins. Atorka vinnur nú að framlengingu á samningnum. Viðskipti innlent 23.3.2009 08:20 Aðeins eitt útibú SPRON opið í dag Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, verða lokuð í dag og er viðskiptavinum bankans beint til Nýja Kaupþings. Vegna þessa bendir Samband íslenskra sparisjóða á, í tilkynningu sinni, að starfsemi allra annarra sparisjóða í landinu verði með eðlilegum hætti í dag og að heimabankinn sé aðgengilegur. Viðskipti innlent 23.3.2009 07:16 Orkuútrás REI talin stefna í gjaldþrot Iceland America Energy (IAE), félag í meirihlutaeigu REI, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, er svo gott sem gjaldþrota og eignir félagsins í Bandaríkjunum eru flestar verðlitlar og duga ekki fyrir skuldum. Fjárfesting sem nemur um 1,8 milljörðum króna, og er að mestu leyti íslensk, virðist að engu orðin. Verði félagið gjaldþrota er það talið hafa í för með sér fjölda málsókna vegna ógreiddra launa og skulda við birgja. Viðskipti innlent 23.3.2009 07:00 Forstjóri Marel hættir Stjórn Marel Food Systems hf. hefur komist að samkomulagi við Theo Hoen um að hann leiði sameinuð fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems sem forstjóri Marels. Þar með lætur Hörður Arnarsson af störfum sem forstjóri en hann hefur gegnt því starfi síðatliðinn tíu ár. Viðskipti innlent 22.3.2009 19:26 Sparisjóðirnir verða opnir á morgun Sparisjóðirnir hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að starfsemi sparisjóðanna muni verða eðilega á mánudaginn, heimabankar verða aðgengilegir og útibú opin fyrir utan SPRON. Viðskipti innlent 22.3.2009 16:58 Ríkið nær samningum við Saga Capital Samningar hafa nú náðst við Saga Capital vegna 15 milljarða króna skuld sem til komin er vegna endurhverfa viðskipta. Lánið greiðist upp á sjö árum. Ekki er búið að semja við önnur fjármálafyrirtæki en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viðræður í gangi. Hann vonast til að endurskipulagningu á fjármálakerfinu verði lokið innan fárra vikna. Viðskipti innlent 22.3.2009 13:30 Framsókn vildi minni hlut til Samson Framsóknarflokkurinn var á móti því að selja Samson hópnum meira en þriðjung í Landsbankanum haustið 2002 en hópurinn keypti 48.5 prósenta hlut ríkisins í bankanum á um ellefu milljarða nokkrum mánuðum síðar. Viðskipti innlent 22.3.2009 13:25 Baugur skuldar Newcastle United tæpar fjörutíu milljónir Baugur Group skuldar breska knattspyrnuliðinu Newcastle United tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund pund eða sem nemur rúmum þrjátíu og sjö milljónum íslenskra króna samkvæmt frétt í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph í morgun. Viðskipti innlent 22.3.2009 10:13 SPRON gat ekki staðið við skuldbindingar Seðlabankinn mat það svo í bréfi til Fjármálaeftirlitsins síðasta föstudag að SPRON gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum. Viðskipti innlent 22.3.2009 09:58 Yfirlýsing frá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Financial Times og síðar á vef Vísis í dag. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Viðskipti innlent 21.3.2009 21:00 Skilanefnd Kaupþings neitar lóðasölu í Bretlandi Formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, neitar að bankinn hafi selt Noho square í London á þriðjung þess sem hann var keyptur á, eða um fimmtíu milljónir punda. Viðskipti innlent 21.3.2009 15:39 Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times. Viðskipti innlent 21.3.2009 14:20 Bankahrunuð skekur bresk sveitarstjórnmál Hrun íslensku bankanna ætlar að hafa alvarleg pólitísk áhrif á bresk sveitastjórnamál, en bæjarstjóri í Lincolnshire, Andrew De Freitast, segist líða eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins. Bærinn tapaði allt að sjö milljónum punda vegna bankahrunsins hér á landi, eða um milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefritinu Grimsby telegraph Viðskipti innlent 21.3.2009 10:38 Gætu tapað hátt í sjö milljörðum á HS hlut Orkuveita Reykjavíkur gæti tapað hátt í sjö milljörðum króna vegna kaupa sinna á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Hluturinn verður varla seldur nema á tombóluverði. Viðskipti innlent 20.3.2009 18:30 Össur hækkaði mest í Kauphöllinni Hlutabréf í Össuri hækkuðu mest í Kauphöll Íslands í dag eða um 18,31%. Marel hækkaði um 6,07% og Færeyski bankinn um 0,89%. Viðskipti innlent 20.3.2009 18:22 Fleiri kauphallarfélög studdu VG en Sjálfstæðisflokkinn Þegar litið er yfir lista lögaðila sem studdu stjórnmálaflokka kemur í ljós að fleiri félög sem skráð voru í kauphöllina árið 2007 greiddu í sjóði Vinstri-Grænna en í sjóði Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti innlent 20.3.2009 16:57 Landsbankinn lækkar vexti Í framhaldi af lækkun stýrivaxta úr 18% í 17% hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum til samræmis. Viðskipti innlent 20.3.2009 15:48 Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. Viðskipti innlent 20.3.2009 14:56 Sex eða sjö lífeyrissjóðir þurfa að skerða réttindi Bráðbirgðaniðurstöður af athugunum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lífeyrissjóðum fyrir árið í fyrra sýna að staðan hefur versnað verulega frá árinu áður og eru aðeins 3 sjóðir með jákvæða tryggingafræðilega stöðu samanborið við 20 sjóði við árslok 2007. Þurfa sex eða sjö sjóðir að skerða réttindi vegna stöðu þeirra. Viðskipti innlent 20.3.2009 14:27 Kauphöllin og Síminn gera þjónustusamning Kauphöllin skrifaði undir nýjan þjónustusamning við Símann hf. í dag 20. mars. Viðskipti innlent 20.3.2009 14:15 « ‹ ›
Telur endurreisn bankakerfisins verða lokið í maí Mats Josefsson formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins telur að endurreisn íslenska bankakerfisins verði lokið fyrir maílok. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:44
Frjálsi starfar áfram - hætt við sameiningu Frjálsi fjárfestingarbankinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd samkvæmt leyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Bankinn sem verið hefur dótturfélag SPRON verður áfram í 100% eigu SPRON. Fyrirhugað var að sameina bankana en hætt hefur verið við þau áform. Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa Fjárfestingarbankans segir að ný stjórn verði sett yfir bankann á næstu dögum. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:32
Enn hækkar gengi Össurar Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:22
Yfirtakan á Sparisjóðabankanum hefur engin áhrif á Byr Yfirtaka FME á Sparisjóðabankanum mun ekki hafa áhrif á rekstur Byrs þar sem eign Byrs í Sparisjóðabankanum hafði þegar verið færð niður í uppgjöri Byrs fyrir árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr þar sem ennfremur segir að sparisjóðurinn hafi ekki átt hlut í SPRON og því hefur yfirtaka hans ekki fjárhagsleg áhrif á Byr. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:13
Allar innistæður í SPRON komar til Nýja Kaupþings Samkvæmt tilmælum frá stjórnvöldum hafa allar innstæður viðskiptavina SPRON færst yfir til Nýja Kaupþings. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:09
Atvinnulífið fær greiðsluaðlögun og tímabundið afnám vaxta Samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun atvinnulífsins er gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 dreift á lengri tímabil. Gildistaka laganna er frá 15. mars til þess að ná yfir hefðbundinn gjalddaga aðflutningsgjalda, vegna tímabilsins janúar til febrúar 2009, sem var 15. mars. Viðskipti innlent 23.3.2009 10:03
Atvinnulausir orðnir 17.300 talsins Atvinnulausum á landinu heldur áfram að fjölga með miklum hraða. Atvinnulausir eru nú orðnir 17.306 talsins samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar. Viðskipti innlent 23.3.2009 09:51
Launavísitalan óbreytt - kaupmáttur dregst saman Launavísitala í febrúar 2009 var 355,7 stig og er óbreytt frá fyrri mánuði. Í frétt á heimasíðu Hagstofunnar segir að síðastliðna tólf mánuði hafi launavísitalan hækkað um 6,7%. Viðskipti innlent 23.3.2009 09:16
FME frestar innlausnum úr sjóðum rekstarfélags SPRON Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um yfirtöku á SPRON hefur eftirlitið með vísan til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði ákveðið að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf. Viðskipti innlent 23.3.2009 09:11
Staða Sparisjóðabankans var óviðunandi að mati SÍ Í bréfi sem Seðlabanki Íslands (SÍ) sendi til Fjármálaeftirlitsins (FM) þann 21. mars var rætt um neikvæða eiginfjárstöðu bankans og óviðunandi lausafjárstöðu. Viðskipti innlent 23.3.2009 08:21
Atorka vinnur að framlengingu á kyrrstöðusamningi Þann 10. febrúar tilkynnti Atorka um samning um kyrrstöðu til 20. mars 2009 í tveimur skuldabréfaflokkum við viðskiptabanka félagsins. Atorka vinnur nú að framlengingu á samningnum. Viðskipti innlent 23.3.2009 08:20
Aðeins eitt útibú SPRON opið í dag Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, verða lokuð í dag og er viðskiptavinum bankans beint til Nýja Kaupþings. Vegna þessa bendir Samband íslenskra sparisjóða á, í tilkynningu sinni, að starfsemi allra annarra sparisjóða í landinu verði með eðlilegum hætti í dag og að heimabankinn sé aðgengilegur. Viðskipti innlent 23.3.2009 07:16
Orkuútrás REI talin stefna í gjaldþrot Iceland America Energy (IAE), félag í meirihlutaeigu REI, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, er svo gott sem gjaldþrota og eignir félagsins í Bandaríkjunum eru flestar verðlitlar og duga ekki fyrir skuldum. Fjárfesting sem nemur um 1,8 milljörðum króna, og er að mestu leyti íslensk, virðist að engu orðin. Verði félagið gjaldþrota er það talið hafa í för með sér fjölda málsókna vegna ógreiddra launa og skulda við birgja. Viðskipti innlent 23.3.2009 07:00
Forstjóri Marel hættir Stjórn Marel Food Systems hf. hefur komist að samkomulagi við Theo Hoen um að hann leiði sameinuð fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems sem forstjóri Marels. Þar með lætur Hörður Arnarsson af störfum sem forstjóri en hann hefur gegnt því starfi síðatliðinn tíu ár. Viðskipti innlent 22.3.2009 19:26
Sparisjóðirnir verða opnir á morgun Sparisjóðirnir hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að starfsemi sparisjóðanna muni verða eðilega á mánudaginn, heimabankar verða aðgengilegir og útibú opin fyrir utan SPRON. Viðskipti innlent 22.3.2009 16:58
Ríkið nær samningum við Saga Capital Samningar hafa nú náðst við Saga Capital vegna 15 milljarða króna skuld sem til komin er vegna endurhverfa viðskipta. Lánið greiðist upp á sjö árum. Ekki er búið að semja við önnur fjármálafyrirtæki en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viðræður í gangi. Hann vonast til að endurskipulagningu á fjármálakerfinu verði lokið innan fárra vikna. Viðskipti innlent 22.3.2009 13:30
Framsókn vildi minni hlut til Samson Framsóknarflokkurinn var á móti því að selja Samson hópnum meira en þriðjung í Landsbankanum haustið 2002 en hópurinn keypti 48.5 prósenta hlut ríkisins í bankanum á um ellefu milljarða nokkrum mánuðum síðar. Viðskipti innlent 22.3.2009 13:25
Baugur skuldar Newcastle United tæpar fjörutíu milljónir Baugur Group skuldar breska knattspyrnuliðinu Newcastle United tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund pund eða sem nemur rúmum þrjátíu og sjö milljónum íslenskra króna samkvæmt frétt í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph í morgun. Viðskipti innlent 22.3.2009 10:13
SPRON gat ekki staðið við skuldbindingar Seðlabankinn mat það svo í bréfi til Fjármálaeftirlitsins síðasta föstudag að SPRON gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum. Viðskipti innlent 22.3.2009 09:58
Yfirlýsing frá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Financial Times og síðar á vef Vísis í dag. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Viðskipti innlent 21.3.2009 21:00
Skilanefnd Kaupþings neitar lóðasölu í Bretlandi Formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, neitar að bankinn hafi selt Noho square í London á þriðjung þess sem hann var keyptur á, eða um fimmtíu milljónir punda. Viðskipti innlent 21.3.2009 15:39
Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times. Viðskipti innlent 21.3.2009 14:20
Bankahrunuð skekur bresk sveitarstjórnmál Hrun íslensku bankanna ætlar að hafa alvarleg pólitísk áhrif á bresk sveitastjórnamál, en bæjarstjóri í Lincolnshire, Andrew De Freitast, segist líða eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins. Bærinn tapaði allt að sjö milljónum punda vegna bankahrunsins hér á landi, eða um milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefritinu Grimsby telegraph Viðskipti innlent 21.3.2009 10:38
Gætu tapað hátt í sjö milljörðum á HS hlut Orkuveita Reykjavíkur gæti tapað hátt í sjö milljörðum króna vegna kaupa sinna á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Hluturinn verður varla seldur nema á tombóluverði. Viðskipti innlent 20.3.2009 18:30
Össur hækkaði mest í Kauphöllinni Hlutabréf í Össuri hækkuðu mest í Kauphöll Íslands í dag eða um 18,31%. Marel hækkaði um 6,07% og Færeyski bankinn um 0,89%. Viðskipti innlent 20.3.2009 18:22
Fleiri kauphallarfélög studdu VG en Sjálfstæðisflokkinn Þegar litið er yfir lista lögaðila sem studdu stjórnmálaflokka kemur í ljós að fleiri félög sem skráð voru í kauphöllina árið 2007 greiddu í sjóði Vinstri-Grænna en í sjóði Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti innlent 20.3.2009 16:57
Landsbankinn lækkar vexti Í framhaldi af lækkun stýrivaxta úr 18% í 17% hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum til samræmis. Viðskipti innlent 20.3.2009 15:48
Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. Viðskipti innlent 20.3.2009 14:56
Sex eða sjö lífeyrissjóðir þurfa að skerða réttindi Bráðbirgðaniðurstöður af athugunum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lífeyrissjóðum fyrir árið í fyrra sýna að staðan hefur versnað verulega frá árinu áður og eru aðeins 3 sjóðir með jákvæða tryggingafræðilega stöðu samanborið við 20 sjóði við árslok 2007. Þurfa sex eða sjö sjóðir að skerða réttindi vegna stöðu þeirra. Viðskipti innlent 20.3.2009 14:27
Kauphöllin og Síminn gera þjónustusamning Kauphöllin skrifaði undir nýjan þjónustusamning við Símann hf. í dag 20. mars. Viðskipti innlent 20.3.2009 14:15