Viðskipti innlent

Frjálsi starfar áfram - hætt við sameiningu

Frjálsi fjárfestingarbankinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd samkvæmt leyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Bankinn sem verið hefur dótturfélag SPRON verður áfram í 100% eigu SPRON. Fyrirhugað var að sameina bankana en hætt hefur verið við þau áform. Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa Fjárfestingarbankans segir að ný stjórn verði sett yfir bankann á næstu dögum.

Viðskipti innlent

Enn hækkar gengi Össurar

Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá.

Viðskipti innlent

Yfirtakan á Sparisjóðabankanum hefur engin áhrif á Byr

Yfirtaka FME á Sparisjóðabankanum mun ekki hafa áhrif á rekstur Byrs þar sem eign Byrs í Sparisjóðabankanum hafði þegar verið færð niður í uppgjöri Byrs fyrir árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr þar sem ennfremur segir að sparisjóðurinn hafi ekki átt hlut í SPRON og því hefur yfirtaka hans ekki fjárhagsleg áhrif á Byr.

Viðskipti innlent

Atvinnulífið fær greiðsluaðlögun og tímabundið afnám vaxta

Samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun atvinnulífsins er gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 dreift á lengri tímabil. Gildistaka laganna er frá 15. mars til þess að ná yfir hefðbundinn gjalddaga aðflutningsgjalda, vegna tímabilsins janúar til febrúar 2009, sem var 15. mars.

Viðskipti innlent

Aðeins eitt útibú SPRON opið í dag

Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, verða lokuð í dag og er viðskiptavinum bankans beint til Nýja Kaupþings. Vegna þessa bendir Samband íslenskra sparisjóða á, í tilkynningu sinni, að starfsemi allra annarra sparisjóða í landinu verði með eðlilegum hætti í dag og að heimabankinn sé aðgengilegur.

Viðskipti innlent

Orkuútrás REI talin stefna í gjaldþrot

Iceland America Energy (IAE), félag í meirihlutaeigu REI, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, er svo gott sem gjaldþrota og eignir félagsins í Bandaríkjunum eru flestar verðlitlar og duga ekki fyrir skuldum. Fjárfesting sem nemur um 1,8 milljörðum króna, og er að mestu leyti íslensk, virðist að engu orðin. Verði félagið gjaldþrota er það talið hafa í för með sér fjölda málsókna vegna ógreiddra launa og skulda við birgja.

Viðskipti innlent

Forstjóri Marel hættir

Stjórn Marel Food Systems hf. hefur komist að samkomulagi við Theo Hoen um að hann leiði sameinuð fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems sem forstjóri Marels. Þar með lætur Hörður Arnarsson af störfum sem forstjóri en hann hefur gegnt því starfi síðatliðinn tíu ár.

Viðskipti innlent

Ríkið nær samningum við Saga Capital

Samningar hafa nú náðst við Saga Capital vegna 15 milljarða króna skuld sem til komin er vegna endurhverfa viðskipta. Lánið greiðist upp á sjö árum. Ekki er búið að semja við önnur fjármálafyrirtæki en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viðræður í gangi. Hann vonast til að endurskipulagningu á fjármálakerfinu verði lokið innan fárra vikna.

Viðskipti innlent

Framsókn vildi minni hlut til Samson

Framsóknarflokkurinn var á móti því að selja Samson hópnum meira en þriðjung í Landsbankanum haustið 2002 en hópurinn keypti 48.5 prósenta hlut ríkisins í bankanum á um ellefu milljarða nokkrum mánuðum síðar.

Viðskipti innlent

Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti

Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times.

Viðskipti innlent

Bankahrunuð skekur bresk sveitarstjórnmál

Hrun íslensku bankanna ætlar að hafa alvarleg pólitísk áhrif á bresk sveitastjórnamál, en bæjarstjóri í Lincolnshire, Andrew De Freitast, segist líða eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins. Bærinn tapaði allt að sjö milljónum punda vegna bankahrunsins hér á landi, eða um milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefritinu Grimsby telegraph

Viðskipti innlent

Sex eða sjö lífeyrissjóðir þurfa að skerða réttindi

Bráðbirgðaniðurstöður af athugunum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lífeyrissjóðum fyrir árið í fyrra sýna að staðan hefur versnað verulega frá árinu áður og eru aðeins 3 sjóðir með jákvæða tryggingafræðilega stöðu samanborið við 20 sjóði við árslok 2007. Þurfa sex eða sjö sjóðir að skerða réttindi vegna stöðu þeirra.

Viðskipti innlent