Viðskipti innlent Bretar ætluðu að taka Straum Breska fjármálaeftirlitið var tilbúið til að grípa til aðgerða gegn Straumi daginn sem Fjármálaeftlitið setti skilanefnd yfir bankann þann 9. mars s.l. Viðskipti innlent 2.4.2009 09:44 Vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða í mars Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2009 nam útflutningur 34,9 milljörðum króna og innflutningur 26,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna. Viðskipti innlent 2.4.2009 09:07 Prófessor í Oxford segir mikið glatast ef deCODE hverfur Peter Donnelly prófessor við stofnun Oxford háskólans í genatískum rannsóknum segir að mikið muni glatast á því sviði ef DeCODE verði gjaldþrota og hætti starfsemi sinni. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:49 Innflutningur á mánuði ekki verið minni í þrjú ár Innflutningur á vörum til Íslands í febrúar nam 26,4 milljörðum kr. og hefur ekki verið minni í einum mánuði undanfarin þrjú ár. Í febrúar í fyrra nam innflutningurinn tæpum 32 milljörðum kr. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:32 Sparisjóður Skagafjarðar eykur stofnfé um 500 milljónir Stjórn sparisjóðsins í Skagafirði, AFL – sparisjóðs, hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 milljónir kr. Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:25 Öllum starfsmönnum Frjálsa Fjárfestingarbankans sagt upp Um mánaðarmótin var öllum starfsmönnum Frjálsa fjárfestingarbankans hf. sagt upp störfum. Um er að ræða rúmlega 20 manns sem störfuðu hjá bankanum. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:13 DeCode glímir við alvarlegan fjárskort Laust fé deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, dugar í mesta lagi næstu þrjá mánuði. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í fyrrakvöld. Óvíst er hvað tekur við en unnið er að fjármögnun félagsins. Fyrirtækið tapaði 80,9 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 9,7 milljarða íslenskra króna í fyrra. Þetta er 14,6 milljónum dala betri afkoma en í hittiðfyrra. Tap á fjórða ársfjórðungi nam átján milljónum dala samanborið við 32,4 milljóna dala tap ári fyrr. Viðskipti innlent 2.4.2009 05:00 Sjö hópuppsagnir Sjö fyrirtæki tilkynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars. Þetta eru fjármálafyrirtækin SPRON, Straumur-Burðarás og Sparisjóðabankinn, bílaumboðin Ingvar Helgason og B&L og tvö fyrirtæki úr byggingageiranum og þjónustustarfsemi. Samtals segja þessi fyrirtæki upp 200-300 mönnum. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:30 Hertar reglur loka hjáleið Hertari gjaldeyrisreglur styrkja gengi krónunnar. Stutt síðan LÍÚ heyrði af leiðum framhjá gjaldeyrishöftum. Íslandsbanki segir erfitt að girða fyrir allar hjáleiðir. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:30 Eimskip enn á floti „Við höldum okkur á floti og höfum ekki leitað til lánastofnana síðan í júní. Afkoman er yfir væntingum þótt róðurinn sé erfiður,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:15 Milljarðarnir skrifast á Björgólf Auknar skuldir bankaráðsmanna Landsbankans og félaga tengdra þeim í hálfsársuppgjöri bankans í fyrra eru að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðsins, á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:15 Danir kaupa hlutabréf í Össuri ATP-Arbejdmarkedets Tillægspens, lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna í Danmörku, einn stærsti lífeyrissjóður landsins, keypti í gær öll hlutabréf Jóns Sigurðssonar, forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 1.4.2009 21:15 Engin gögn til um flýtimeðferð Icesave-skuldbindinga Í viðskiptaráðuneytinu eru ekki til nein gögn sem benda til þess að mögulegt hafi verið að flýta því að Bretar tækju Icesave-ábyrgðirnar í breska lögsögu. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Viðskipti innlent 1.4.2009 19:45 Þora ekki að fjárfesta á Íslandi vegna gjaldeyrishafta Engir erlendir fjárfestar munu þora að fjárfesta á Íslandi þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að þeir geti flutt fjármagn úr landi aftur segir yfirmaður greiningardeildar Danske bank. Hann líkir Íslandi við Norður Kóreu í efnahagslegum skilningi. Viðskipti innlent 1.4.2009 19:00 ASÍ vill siðareglur um lífeyrissjóði Alþýðusamband Íslands vill að Fjármálaeftirlitið kanni sérstaklega hvort lífeyrissjóðir hafi á undanförnum árum starfað eftir lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem það sendi frá sér sökum aukaársfundar sambandsins sem var haldið þann 25. mars. Ástæðan fyrir því að ASÍ vilji rannsaki málið er vegna gagnrýni sem hefur birst í fjölmiðlum og umræðu undanfarið. Viðskipti innlent 1.4.2009 16:53 VBS berst fyrir láni upp á milljarð VBS Fjárfestingabanki rær nú öllum árum að því að fá ábyrgðamenn fyrir tæplega milljarðs láni til enska félagsins Ghost viðurkennda. Lánið er í vanskilum og hefur bankinn stefnt athafnamanninum Kevin Stanford og Kcaj LLP sem ábyrgðarmönnum til borgunar lánsins. Viðskipti innlent 1.4.2009 15:58 Sparnaður kvartar undan Nýja Landsbanka og KB-ráðgjöf Forsvarsmaður Sparnaðar ehf segir að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum. Viðskipti innlent 1.4.2009 14:50 Gengi krónunnar ætti að styrkjast Nýsamþykktar lagabreytingar sem skylda útflytjendur til að selja vörur sínar í erlendri mynt ættu að styðja við krónuna næsta kastið, að mati Greiningar Íslandsbanka. Þær endurspegla hins vegar þau vandkvæði sem séu á því að ná tilgangi gjaldeyrishafta, og um leið þörfina á því að slík höft verði eins skammvinn og kostur sé. Viðskipti innlent 1.4.2009 12:16 Gengi Marel Food Systems fellur um 2,22 prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 2,22 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgir gengi Össurar, sem hefur lækkað um 0,67 prósent. Viðskipti innlent 1.4.2009 10:31 Krónan styrkist um 1,4 prósent Gengi krónunnar tók styrkingarkipp upp á 1,4 prósent í fyrstu viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun, samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Gengisvísitalan stendurn ú í 210 til 213 stigum, allt eftir bönkum. Lög sem samþykkt voru á Alþingi um miðnætti í gær um skýra styrkinguna. Í lögunum er skýrt hveðið á um að útflytjendur verði að skila gjaldeyri sínum. Viðskipti innlent 1.4.2009 10:14 Kaupþing vildi viðskiptasögu einstaklinga Skilanefnd SPRON gagnrýnir Nýja Kaupþing fyrir að reyna að gera störf nefndarinnar tortryggilega en í gær sendi bankinn frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Skilanefndina um að vilja ekki afhend nauðsynleg gögn þannig bankinn gæti orðið við útlánum til viðskiptavina SPRON. Viðskipti innlent 1.4.2009 09:52 Ná aðeins að fjármagna rekstur ÍE fram á annan ársfjórðung Eftir tæplega tíu milljarða króna tap í fyrra telja stjórnendur deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, að laust fé fyrirtækisins nægi aðeins til að fjármagna reksturinn fram á annan ársfjórðung í ár, en sá fjórðungur hefst í dag. Viðskipti innlent 1.4.2009 07:15 Mikil viðbrögð við kaupum Samkeppniseftirlitið hefur veitt MP Banka undanþágu frá samkeppnislögum vegna kaupa bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum, sem gera mun bankanum kleift að opna útibúin næstkomandi mánudag. Viðskipti innlent 1.4.2009 01:00 Eimskip tapar 6,6 milljörðum Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi nam 40,2 milljónum evra, eða tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabankans í gær. Á sama tíma í fyrra nam tapið 38,9 milljónum evra. Viðskipti innlent 1.4.2009 01:00 Vatnið á Skotaleiknum „Allt sem við gerum tengist Íslandi á einn eða annan hátt,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið hefur keypt auglýsingu á leik Skota og Íslendinga í undankeppni fyrir HM 2010 sem fram fer á Hamden Park í Glasgow í Skotlandi í dag. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59 Verðmat á áætlun Verðmat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte Touche á efnahagsreikningi nýju bankanna er á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Stefnt var að því að skila verðmatinu inn í síðasta lagi í gær. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59 Sprotarnir kynna sig „Við erum ekki endilega að leita að fjármagni en erum opin fyrir því,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, einn eigenda tískuvörumerkisins E-label. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59 Verklagsreglum ýtt til hliðar eftir hryðjuverk Áhugaleysi virtra erlendra fjármálafyrirtækja á fjárfestingum á Íslandi í einkavæðingarferli bankanna kemur ekki á óvart að mati Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins sem í byrjun vikunnar kynnti skýrslu um íslenskt fjármálaeftirlit. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59 Nýtt félag stofnað um víðtæka ráðgjöf Capacent Glacier heitir nýtt ráðgjafarfyrirtæki með átján starfsmenn sem einbeitir sér að fjármálaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59 Baugseignir seldar yfir markaðsvirði Framkvæmdarstjóri Fjárfestingafélagsins Gaums, Kristín Jóhannesdóttir, sendi frá sér yfirlýsingu nú í kvöld vegna fréttar RÚV um fasteignaviðskipti þar sem Gaumur keypti fjórar fasteignir af Baugi Group. Í tilkynningunni segir hún að óháðir aðilar hafi verið til ráðagjafar við viðskiptin auk þess sem verð eignanna hafi verið yfir markaðsvirði á þeim tíma sem þær voru seldar. Viðskipti innlent 31.3.2009 22:20 « ‹ ›
Bretar ætluðu að taka Straum Breska fjármálaeftirlitið var tilbúið til að grípa til aðgerða gegn Straumi daginn sem Fjármálaeftlitið setti skilanefnd yfir bankann þann 9. mars s.l. Viðskipti innlent 2.4.2009 09:44
Vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða í mars Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2009 nam útflutningur 34,9 milljörðum króna og innflutningur 26,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna. Viðskipti innlent 2.4.2009 09:07
Prófessor í Oxford segir mikið glatast ef deCODE hverfur Peter Donnelly prófessor við stofnun Oxford háskólans í genatískum rannsóknum segir að mikið muni glatast á því sviði ef DeCODE verði gjaldþrota og hætti starfsemi sinni. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:49
Innflutningur á mánuði ekki verið minni í þrjú ár Innflutningur á vörum til Íslands í febrúar nam 26,4 milljörðum kr. og hefur ekki verið minni í einum mánuði undanfarin þrjú ár. Í febrúar í fyrra nam innflutningurinn tæpum 32 milljörðum kr. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:32
Sparisjóður Skagafjarðar eykur stofnfé um 500 milljónir Stjórn sparisjóðsins í Skagafirði, AFL – sparisjóðs, hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 milljónir kr. Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:25
Öllum starfsmönnum Frjálsa Fjárfestingarbankans sagt upp Um mánaðarmótin var öllum starfsmönnum Frjálsa fjárfestingarbankans hf. sagt upp störfum. Um er að ræða rúmlega 20 manns sem störfuðu hjá bankanum. Viðskipti innlent 2.4.2009 08:13
DeCode glímir við alvarlegan fjárskort Laust fé deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, dugar í mesta lagi næstu þrjá mánuði. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í fyrrakvöld. Óvíst er hvað tekur við en unnið er að fjármögnun félagsins. Fyrirtækið tapaði 80,9 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 9,7 milljarða íslenskra króna í fyrra. Þetta er 14,6 milljónum dala betri afkoma en í hittiðfyrra. Tap á fjórða ársfjórðungi nam átján milljónum dala samanborið við 32,4 milljóna dala tap ári fyrr. Viðskipti innlent 2.4.2009 05:00
Sjö hópuppsagnir Sjö fyrirtæki tilkynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars. Þetta eru fjármálafyrirtækin SPRON, Straumur-Burðarás og Sparisjóðabankinn, bílaumboðin Ingvar Helgason og B&L og tvö fyrirtæki úr byggingageiranum og þjónustustarfsemi. Samtals segja þessi fyrirtæki upp 200-300 mönnum. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:30
Hertar reglur loka hjáleið Hertari gjaldeyrisreglur styrkja gengi krónunnar. Stutt síðan LÍÚ heyrði af leiðum framhjá gjaldeyrishöftum. Íslandsbanki segir erfitt að girða fyrir allar hjáleiðir. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:30
Eimskip enn á floti „Við höldum okkur á floti og höfum ekki leitað til lánastofnana síðan í júní. Afkoman er yfir væntingum þótt róðurinn sé erfiður,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:15
Milljarðarnir skrifast á Björgólf Auknar skuldir bankaráðsmanna Landsbankans og félaga tengdra þeim í hálfsársuppgjöri bankans í fyrra eru að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðsins, á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 2.4.2009 04:15
Danir kaupa hlutabréf í Össuri ATP-Arbejdmarkedets Tillægspens, lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna í Danmörku, einn stærsti lífeyrissjóður landsins, keypti í gær öll hlutabréf Jóns Sigurðssonar, forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 1.4.2009 21:15
Engin gögn til um flýtimeðferð Icesave-skuldbindinga Í viðskiptaráðuneytinu eru ekki til nein gögn sem benda til þess að mögulegt hafi verið að flýta því að Bretar tækju Icesave-ábyrgðirnar í breska lögsögu. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Viðskipti innlent 1.4.2009 19:45
Þora ekki að fjárfesta á Íslandi vegna gjaldeyrishafta Engir erlendir fjárfestar munu þora að fjárfesta á Íslandi þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að þeir geti flutt fjármagn úr landi aftur segir yfirmaður greiningardeildar Danske bank. Hann líkir Íslandi við Norður Kóreu í efnahagslegum skilningi. Viðskipti innlent 1.4.2009 19:00
ASÍ vill siðareglur um lífeyrissjóði Alþýðusamband Íslands vill að Fjármálaeftirlitið kanni sérstaklega hvort lífeyrissjóðir hafi á undanförnum árum starfað eftir lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem það sendi frá sér sökum aukaársfundar sambandsins sem var haldið þann 25. mars. Ástæðan fyrir því að ASÍ vilji rannsaki málið er vegna gagnrýni sem hefur birst í fjölmiðlum og umræðu undanfarið. Viðskipti innlent 1.4.2009 16:53
VBS berst fyrir láni upp á milljarð VBS Fjárfestingabanki rær nú öllum árum að því að fá ábyrgðamenn fyrir tæplega milljarðs láni til enska félagsins Ghost viðurkennda. Lánið er í vanskilum og hefur bankinn stefnt athafnamanninum Kevin Stanford og Kcaj LLP sem ábyrgðarmönnum til borgunar lánsins. Viðskipti innlent 1.4.2009 15:58
Sparnaður kvartar undan Nýja Landsbanka og KB-ráðgjöf Forsvarsmaður Sparnaðar ehf segir að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum. Viðskipti innlent 1.4.2009 14:50
Gengi krónunnar ætti að styrkjast Nýsamþykktar lagabreytingar sem skylda útflytjendur til að selja vörur sínar í erlendri mynt ættu að styðja við krónuna næsta kastið, að mati Greiningar Íslandsbanka. Þær endurspegla hins vegar þau vandkvæði sem séu á því að ná tilgangi gjaldeyrishafta, og um leið þörfina á því að slík höft verði eins skammvinn og kostur sé. Viðskipti innlent 1.4.2009 12:16
Gengi Marel Food Systems fellur um 2,22 prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 2,22 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgir gengi Össurar, sem hefur lækkað um 0,67 prósent. Viðskipti innlent 1.4.2009 10:31
Krónan styrkist um 1,4 prósent Gengi krónunnar tók styrkingarkipp upp á 1,4 prósent í fyrstu viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun, samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Gengisvísitalan stendurn ú í 210 til 213 stigum, allt eftir bönkum. Lög sem samþykkt voru á Alþingi um miðnætti í gær um skýra styrkinguna. Í lögunum er skýrt hveðið á um að útflytjendur verði að skila gjaldeyri sínum. Viðskipti innlent 1.4.2009 10:14
Kaupþing vildi viðskiptasögu einstaklinga Skilanefnd SPRON gagnrýnir Nýja Kaupþing fyrir að reyna að gera störf nefndarinnar tortryggilega en í gær sendi bankinn frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Skilanefndina um að vilja ekki afhend nauðsynleg gögn þannig bankinn gæti orðið við útlánum til viðskiptavina SPRON. Viðskipti innlent 1.4.2009 09:52
Ná aðeins að fjármagna rekstur ÍE fram á annan ársfjórðung Eftir tæplega tíu milljarða króna tap í fyrra telja stjórnendur deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, að laust fé fyrirtækisins nægi aðeins til að fjármagna reksturinn fram á annan ársfjórðung í ár, en sá fjórðungur hefst í dag. Viðskipti innlent 1.4.2009 07:15
Mikil viðbrögð við kaupum Samkeppniseftirlitið hefur veitt MP Banka undanþágu frá samkeppnislögum vegna kaupa bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum, sem gera mun bankanum kleift að opna útibúin næstkomandi mánudag. Viðskipti innlent 1.4.2009 01:00
Eimskip tapar 6,6 milljörðum Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi nam 40,2 milljónum evra, eða tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabankans í gær. Á sama tíma í fyrra nam tapið 38,9 milljónum evra. Viðskipti innlent 1.4.2009 01:00
Vatnið á Skotaleiknum „Allt sem við gerum tengist Íslandi á einn eða annan hátt,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið hefur keypt auglýsingu á leik Skota og Íslendinga í undankeppni fyrir HM 2010 sem fram fer á Hamden Park í Glasgow í Skotlandi í dag. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59
Verðmat á áætlun Verðmat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte Touche á efnahagsreikningi nýju bankanna er á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Stefnt var að því að skila verðmatinu inn í síðasta lagi í gær. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59
Sprotarnir kynna sig „Við erum ekki endilega að leita að fjármagni en erum opin fyrir því,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, einn eigenda tískuvörumerkisins E-label. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59
Verklagsreglum ýtt til hliðar eftir hryðjuverk Áhugaleysi virtra erlendra fjármálafyrirtækja á fjárfestingum á Íslandi í einkavæðingarferli bankanna kemur ekki á óvart að mati Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins sem í byrjun vikunnar kynnti skýrslu um íslenskt fjármálaeftirlit. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59
Nýtt félag stofnað um víðtæka ráðgjöf Capacent Glacier heitir nýtt ráðgjafarfyrirtæki með átján starfsmenn sem einbeitir sér að fjármálaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu. Viðskipti innlent 1.4.2009 00:59
Baugseignir seldar yfir markaðsvirði Framkvæmdarstjóri Fjárfestingafélagsins Gaums, Kristín Jóhannesdóttir, sendi frá sér yfirlýsingu nú í kvöld vegna fréttar RÚV um fasteignaviðskipti þar sem Gaumur keypti fjórar fasteignir af Baugi Group. Í tilkynningunni segir hún að óháðir aðilar hafi verið til ráðagjafar við viðskiptin auk þess sem verð eignanna hafi verið yfir markaðsvirði á þeim tíma sem þær voru seldar. Viðskipti innlent 31.3.2009 22:20