Viðskipti innlent

Baugseignir seldar yfir markaðsvirði

Framkvæmdarstjóri Fjárfestingafélagsins Gaums, Kristín Jóhannesdóttir, sendi frá sér yfirlýsingu nú í kvöld vegna fréttar RÚV um fasteignaviðskipti þar sem Gaumur keypti fjórar fasteignir af Baugi Group. Í tilkynningunni segir hún að óháðir aðilar hafi verið til ráðagjafar við viðskiptin auk þess sem verð eignanna hafi verið yfir markaðsvirði á þeim tíma sem þær voru seldar.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

-Athugasemd vegna fréttar RÚV um viðskipti milli Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. og Baugs Group hf.-

Vegna fréttar RÚV í kvöld þess efnis að skiptastjóri þrotabús Baugs Group hf. skoði nú hvort verðmætum fasteignum hafi verið skotið undan þrotabúinu, vill undirrituð sem framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. og fyrrverandi stjórnarformaður Baugs Group hf. taka fram að í öllum viðskiptum milli félaganna var leitað ráðgjafar og verðmats óháðra aðila. Samningur félaganna var gerður á verðum sem voru vel yfir markaðsverðum á sínum tíma. Þá var samningurinn samþykktur af öðrum hluthöfum Baugs Group hf. en Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf.

Það er ámælisvert verklag hjá RÚV að leita ekki afstöðu Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. eða fyrrverandi forsvarsmanna Baugs Group hf. við vinnslu fréttarinnar.

Kristín Jóhannesdóttir

framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf.




Tengdar fréttir

Gaumur keypti franskt skíðasetur af Baugi

Félagið Gaumur, sem er í eigu Jón Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, keypti fjórar verðmætar fasteignir Baugs Group síðastliðið haust samkvæmt fréttum RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×