Viðskipti innlent

Stjórnmálalegri óvissu verði eytt

Á fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins sem haldinn var í dag var áhersla lögð á að stjórnmálalegri óvissu verði eytt sem fyrst og að stefna landsins verði mótuð til framtíðar. Verulegur árangur í niðurskurði ríkisútgjalda sé forsenda þess að landið komist hratt upp úr öldudalnum, að mati stjórnarinnar.

Viðskipti innlent

Brúnin heldur að léttast á íslenskum neytendum

Enn dregur úr svartsýni íslenskra neytenda samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í morgun. Vísitalan hækkaði, annan mánuðinn í röð, sem er til vísbendingar um að brúnin er heldur farin að léttast á íslenskum neytendum eftir erfiðan vetur.

Viðskipti innlent

Laus störf ekki verið fleiri síðan vorið 2006

Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru 620 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok síðasta mánaðar og var það talsverð fjölgun frá febrúarlokum þegar 423 störf voru auglýst laus hjá vinnumiðlunum. Ekki hafa verið fleiri laus störf í boði síðan á maí 2006 fyrir tæpum 3 árum.

Viðskipti innlent

HB Grandi á sjávarútvegssýningu í Brussel

Í morgun voru sjávarútvegssýningarnar European Seafood Exposition (ESE) og Seafood Processing Europe (SPE) í Brussel í Belgíu opnaðar formlega. HB Grandi hefur tekið þátt í ESE-sýningunni frá árinu 2005 og hefur þátttakan þar verið stór liður í starfi félagsins við að taka markaðssetningu sinna afurða i eigin hendur.

Viðskipti innlent

Vodafone sektað um 200 þúsund fyrir „fríkeypis“ auglýsingar

Neytendastofa hefur dæmt Vodafone til þess að greiða 200 þúsund krónur í stjórnvaldssekt fyrir að nota orðið „fríkeypis“ í auglýsingum til fyrirtækja og á auglýsingaskilti. Áður hafði fyrirtækinu verið gert að hætta að tala um „fríkeypis“ í auglýsingum sínum þar sem notkun orðsins sé brot á lögum þar sem um var að ræða þjónustu sem viðskiptavinir þurfa að greiða fyrir með annari þjónustu.

Viðskipti innlent

Kyrrsetningu eigna Glitnis í Noregi aflétt

Í síðustu viku var aflétt kyrrsetningu á eignum Glitnis í Noregi sem staðið hefur frá falli bankans í byrjun október í fyrra. Með þessari niðurstöðu fær skilanefnd bankans óskorað forræði yfir eignum hans í Noregi, sem eru að andvirði um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöftum aflétt að hluta til í sumar

Seðlabankinn áformar að aflétta gjaldeyrishöftunum að hluta til í sumar. Fjallað er um málið í daglegu fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans og þar er vitnað til viðtals sem Reuters átti við Svein Harald Öygard seðlabankastjóra um málið í gærdag.

Viðskipti innlent

Fjórðungi sagt upp hjá Teris

Upplýsingatæknifyrirtækið Teris hefur sagt upp 34 starfsmönnum, eða um fjórðungi starfsmanna sinna. Uppsagnirnar koma niður á öllum þáttum starfseminnar og hafa sumir starfsmannanna unnið lengi hjá fyrirtækinu. Allir starfsmennirnir hafa þegar hætt störfum.

Viðskipti innlent

Alls 259 í gjaldþrot á árinu

Alls urðu 259 fyrirtæki gjaldþrota á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það eru 48 prósentum fleiri gjaldþrot en á sama tímabili í fyrra, þegar þau voru alls 175 talsins, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent

SPM fær greiðslustöðvun

Umsókn um greiðslustöðvun Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) var lögð fram hjá Héraðsdómi Vesturlands og var samþykkt í dag. Greiðslustöðvunin gildir í þrjár vikur.

Viðskipti innlent

Marel lækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems endaði daginn 3,43 prósentum neðar en á föstudag og bréf Össurar 1,32 prósentum. Á móti hækkaði gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,08 prósent og Bakkavarar um 0,88 prósent.

Viðskipti innlent

Kaupþing var þriðja stærsta gjaldþrot heimsins

Þegar Kaupþing rúllaði yfir s.l. haust var þar um að ræða þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá árinu 1920. Jón Gunnar Jónsson bankamaður kom inn á þetta í Silfri Egils á sunnudag. Raunar fylgdi það sögunni að gjaldþrot Glitnis var hið fimmta stærsta í sögunni.

Viðskipti innlent

Samningar um skuldir/kröfur eru forsenda efnahagsvaxtar

Það er forsenda efnahagsvaxtar á Íslandi að ný stjórn semji um skuldir og kröfur erlendra aðila. Þetta kemur fram í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að óþolinmóðir kröfuhafar og fjárfestar krefjist þess nú að skilmálum fyrir hinni alþjóðlegu aðstoð við Ísland verði fylgt eftir.

Viðskipti innlent