Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 4,27 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,33 prósent.
Engin hlutabréf hafa hækkað í verði á sama tíma.
Einungis tólf viðskipti upp á 45 milljónir króna standa á bak við viðskiptin.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,69 prósent og stendur hún í 220 stigum.