Viðskipti innlent

Stjórnmálalegri óvissu verði eytt

Þór Sigfússon var nýverið endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins.
Þór Sigfússon var nýverið endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins. Mynd/Pjetur
Á fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins sem haldinn var í dag var áhersla lögð á að stjórnmálalegri óvissu verði eytt sem fyrst og að stefna landsins verði mótuð til framtíðar. Verulegur árangur í niðurskurði ríkisútgjalda sé forsenda þess að landið komist hratt upp úr öldudalnum, að mati stjórnarinnar.

Fram kemur í tilkynningu að stjórn Samtaka atvinnulífsins leggur áherslu á að unnið verði að samstöðu um víðtækan þríhliða stöðugleikasáttmála milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda.

Á fundinum komu fram áhyggjur af því að staða atvinnulífsins kunni að vera verri en áður hefur komið fram og hvatti stjórnin til þess að fyrirliggjandi upplýsingar verði lagðar fram sem fyrst. Atvinnulífið væri í gríðarlegri óvissu í fjötrum ofurvaxta og áform um hægfara vaxtalækkanir væru óásættanleg.

Ákvörðunarfælni og sífelld frestun mikilvægra ákvarðana skapi enn frekari vandamál, að mati stjórnarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×