Viðskipti innlent

Samningar um skuldir/kröfur eru forsenda efnahagsvaxtar

Það er forsenda efnahagsvaxtar á Íslandi að ný stjórn semji um skuldir og kröfur erlendra aðila. Þetta kemur fram í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að óþolinmóðir kröfuhafar og fjárfestar krefjist þess nú að skilmálum fyrir hinni alþjóðlegu aðstoð við Ísland verði fylgt eftir.

Bloomberg segir að næsta greiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé háð því að takist að semja við kröfuhafa gömlu bankanna. Mistakist slíkir samningar muni vonir um efnahagslega endurreisn landsins dofna. Körfurnar nemi 80 milljarða dollara eða yfir 10.000 milljarða kr. sem áttföld landsframleiðsla landsins.

Bloomberg ræðir m.a. við Lars Christensen yfirmann nýmarkaðasviðs Danske Bank sem segir að Íslendingar séu enn að glíma við sömu vandamál og áður. Það sé engin hraðlausn til á vandanum. „Þeir verða einfaldlega að greiða skuldir sínar," segir Christensen

Christensen segir að enginn vilji fjárfesta á Íslandi þessa stundina. „En það er algjörlega nauðsynlegt fyrir efnahag landsins að Íslandi verði áfram opið og að fjármagnsmarkaðir landsins byrji að virka. Annars muni efnahagur landsins algjörlega staðna og afleiðingar þess gætu orðið skelfilegar."

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×