Viðskipti innlent

Ellefu styrkir til nýnema við HÍ

Ellefu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní nk. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur.

Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur í í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins breytist sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,70% en 5,20% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis.

Viðskipti innlent

Segja söluna á BYR-hlutnum aldrei hafa átt sér stað

Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynning vegna fréttar Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld um sölu bankans á 2,6% stofnfjárhlut í BYR. Þar segir að sala þessi hafi verið háð samþykki Skilanefndarinnar. Afstaða Skilanefndar hafi hinsvegar ekki legið fyrir þegar tilkynningin var send Byr sparisjóði. Skilanefnd Landsbankans hafi tekið málið fyrir og salan hafi ekki hlotið samþykki nefndarinnar.

Viðskipti innlent

FME skoði sölu Landsbankans á BYR-hlut

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í kvöld að ef einhver misbrestur væri á sölu Landsbankans á 2,6% hlut í BYR hljóti það að vera eitthvað sem Fjármálaeftirlitið muni skoða. Fréttastofa sagði frá því fyrr í kvöld að bankinn hefði selt umræddan hlut til félags sem heitir Reykjavík Invest. Formaður skilanefndar Landabankans, Lárus Finnbogason, er endurskoðandi félagsins. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið né hvernig hluturinn var fjármagnaður í samtali við fréttastofu.

Viðskipti innlent

Davíð Oddsson enn í Seðlabankanum

Á vef Seðlabanka Íslands er hægt að finna margar gagnlegar og fróðlegar upplýsingar. Meðal annars er hægt að lesa allt um aðdragandann að stofnun bankans og brot úr sögu hans. Bankinn var til dæmis stofnaður með lögum árið 1961 en Landsbanki Íslands hafði áður gegnt starfi seðlabanka frá árinu 1927.

Viðskipti innlent

Veglegir styrkir til sjónvarps- og kvikmyndagerðar

Norrænu menningarmálaráðherrarnir hafa gert fimm ára samkomulag við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn. Samkomulagið er einn stærsti liðurinn í fjárlögum menningamálaráðherranna og mun styrkja Norðurlönd í alþjóðlegri samkeppni á sviði kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis.

Viðskipti innlent

Vilja stýra Byr

Hópur stofnfjáreigenda og annarra velunnara Byrs sparisjóðs hefur ákveðið að bjóða sig til forystustarfa í sparisjóðnum á aðalfundi hans þann 13. maí. Í hópnum er meðal annars Hörður Arnarson, fyrrverandi forstjóri Marels.

Viðskipti innlent