Viðskipti innlent

Vilja stýra Byr

Hópur stofnfjáreigenda og annarra velunnara Byrs sparisjóðs hefur ákveðið að bjóða sig til forystustarfa í sparisjóðnum á aðalfundi hans þann 13. maí. Í hópnum er meðal annars Hörður Arnarson, fyrrverandi forstjóri Marels.

Framboðið á rætur sínar að rekja til rannsóknar hjónanna Rakelar Gylfadóttur og Sveins Margeirssonar á viðskiptum með stofnfjárhluti í Byr eftir hrun bankakerfisins og afkomu sjóðsins í fyrra, að fram kemur í tilkynningu.

Þar segir að rúmlega 400 manns hafi mætt á tvo fundi í apríl sem hópurinn undir kjörorðinu „Verjum Byr sparisjóð."

Jafnframt verði lögð áhersla á að ná viðunandi samningum við erlenda lánardrottna og auka tiltrú þeirra á sjóðnum.

„Með fagfólk og áhugafólk um velferð sparisjóðsins í stjórninni teljum við hagsmuni viðskiptavina, starfsmanna og stofnfjáreigenda Byrs best tryggða. Ljóst er að næstu misseri verða erfið en með samstilltu átaki mun endurreisnin takast. Við, sem stöndum að þessu framboði, hvetjum alla stofnfjáreigendur til að mæta á aðalfund Byrs á miðvikudaginn n.k. til þess að hafa áhrif á framtíð sparisjóðsins," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×