Viðskipti innlent

Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayen svæðinu

Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayen svæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna sem fóru norður undir Jan Mayen var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði síðastliðinn laugardag þar sem hann fór til vinnslu.

Viðskipti innlent

Makaskipti áfram áberandi á íbúðamarkaðinum

Lítil velta og aukin tíðni makaskiptasamninga einkenna nú íbúðamarkaðinn sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum. Alls voru gerðir 265 kaupsamningar um íbúðahúsnæði í maí mánuði síðastliðnum og var rúmlega þriðjungur þeirra viðskipta afgreiddur með makaskiptasamningum samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands.

Viðskipti innlent

Hagur fyrrum Baugsbúða vænkast

Rekstrarhagnaður bresku matvörukeðjunnar Iceland nam 112 milljónum punda, jafnvirði 23 milljarða króna, á síðasta ári. Breska leikfangaverslunin Hamleys tapaði hins vegar 2,7 milljónum punda, jafnvirði 570 milljóna króna, á sama tíma.

Viðskipti innlent

Varði krónuna falli

Gengi krónunnar styrktist um 1,07 prósent á millibankamarkaði í gær og endaði gengisvísitalan í 231,7 stigum. Vísitalan var í gær á svipuðum slóðum og á mánudag eftir snarpan kúf um miðja vikuna.

Viðskipti innlent

Höftin duga ekki ein og sér

Gengislækkun krónunnar undanfarið má að hluta rekja til vaxtalækkana Seðlabankans, en stór áhrifavaldur er skortur á skýrum áætlunum nýrrar ríkistjórnar, meðal annars í fjármálum hins opinbera. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Viðskiptaráðs Íslands.

Viðskipti innlent

Unnið að slitum tveggja sjóða Landsbankans

Hagsjá Landsbankans greinir frá því í dag að unnið sé að slitum tveggja sjóða, Fyrirtækjabréfa og Vísitölubréfa Landsbankans. Samkvæmt tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu ber rekstrarfélögum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða að slíta sjóðum sem líkt hafa eftir OMXI 15 vísitölunni.

Viðskipti innlent

Gengi bréfa Eimskips féll um 30 prósent

Gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins féll um 30 prósent í dag í afar litlum viðskiptum. Þá féll gengi bréfa Bakkavara um 5,56 prósent og Atlantic Petroleum um 2,91 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,85 prósent, færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,8 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,89 prósent.

Viðskipti innlent

Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur

Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur, en samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru nýskráðar 177 bifreiðar í fyrstu vikunni í júní, samanborið við að nýskráðar voru 220 bifreiðar nettó í öllum maímánuði, en þá hefur verið tekið tillit til nýrra bifreiða sem bæði voru nýskráðar og afskráðar í mánuðinum.

Viðskipti innlent

Greiðslubyrði lána viðráðanleg fyrir flest heimili

Skuldsetning íslenskra heimila er mikil í alþjóðlegum samanburði þegar hún er mæld í hlutfalli við ráðstöfunartekjur en greiðslubyrði lána virðist engu að síður vera viðráðanleg fyrir flesta en um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána.

Viðskipti innlent

Rannsaka meint gjaldeyrissvindl

Fjármálaeftirlitið rannsakar nú átta mál sem lúta að meintu gjaldeyrissvindli. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Málin snúast um tekjur af útflutningi sem ekki er skilað til Íslands líkt og kveðið er á um í lögum um gjaldeyrisskil.

Viðskipti innlent