Viðskipti innlent

Útrásarvíkingur flutti tugi milljóna rétt fyrir hrun

Ólafur Ólafsson, sem kenndur er við Samskip, flutti tugmilljónir króna af innistæðureikningi sínum í Kaupþingi Lúxemborg aðeins nokkrum dögum áður en bankinn fór í þrot. Peningarna notaði Ólafur til að fjárfesta í ríkistryggðum verðbréfum en innistæður í íslenskum bönkum erlendis voru ekki tryggðar að fullu.

Viðskipti innlent

Skilanefndarmenn á ofurlaunum

Skilanefndarmaðurinn Ársæll Hafsteinsson var langtekjuhæstur á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar Verslunar en hann var með rúmlega sex milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári. Þess má geta að launin gefa ekki lýsandi mynd af launakjörum skilanefndarmanna.

Viðskipti innlent

Alfesca boðar hluthafafund innan 14 daga

Í samræmi við lög um hlutafélög og samþykktir Alfesca hf. mun stjórn félagsins boða til hluthafafundar innan 14 daga. Nánari upplýsingar um fundardag, fundartíma og fundarstað hluthafafundar verða birtar innan skamms.

Viðskipti innlent

Yfir 70 milljarða viðsnúningur á vöruskiptunum

Fyrstu sex mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 211,8 milljarða króna en inn fyrir 178,8 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam tæpum 33 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 70,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Viðskipti innlent

Slakað á gjaldeyrishömlum

Áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna verður kynnt í dag. Unnið hefur verið að áætluninni í viðskiptaráðuneytinu en hún er liður í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Fram til þessa hafa ekki verið taldar forsendur til að slaka á höftunum.

Viðskipti innlent

Skattakóngur Íslands: Vill að peningarnir fari í heilbrigðiskerfið

Tæplega 70% þeirra skattagreiðslna sem Þorsteinn Már Baldvinsson greiddi á síðasta ári eru tilkomnar vegna flutnings á hlutabréfum í Samherja hf. sem voru í hans persónulegu eign yfir í sérstakt félag í eigu hans og Helgu S Guðmundsdóttur fyrrverandi eiginkonu hans. Þetta segir Þorsteinn í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum.

Viðskipti innlent

Krónan að nálgast bankahrunsgengið

Gengi krónunnar hefur verið að lækka í morgun í fremur litlum viðskiptum. Nemur lækkunin 0,7%. Gengisvísitalan er í 236,7 stigum og í sínu hæsta gildi á árinu. Krónan hefur því ekki áður verið lægri á þessu ári. Kostar evran nú tæplega 182 krónur og er hún einungis 6 krónum frá því að vera jafn dýr og hún varð dýrust eftir bankahrunið í október á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Porta greiddi hæstu gjöldin á Austurlandi

Gianni Porta greiddi hæstu opinberu gjöldin í Austurlandsumdæmi á síðasta ári. Porta greiddi tæpar 18 milljónir í opinber gjöld. Því næst kom ingvaldur Ásgeirsson með tæpar 14 milljónir. Á eftir honum kemur svo Gunnar Ásgeirsson með rúmar 13 milljónir.

Viðskipti innlent