Viðskipti innlent

Einstaklingar geta fengið lán í gegnum íslenska vefsíðu

Ragnheiður Magnúsdóttir er stofnandi nýrrar vefsíðu sem opnar í haust og kemur til með að heita uppspretta.is. Síðan er svokölluð örlánasíða sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum lán. Þetta kemur fram á Netvarpinu.

Á örlánasíðunni verður hægt að fá lán frá fimmtíu þúsund krónum og allt upp í þrjár milljónir króna. Lánveitendurnir eru einstaklingar og fyrirtæki en ekki bankar. Á bakvið hvert lán eru vanalega margir lánveitendur.

Örlánasíður eru vel þekktar erlendis en þetta er fyrsta síða sinnar tegundar hérlendis.

Þessir lánveitendur geta farið inn á síðuna og valið sér verkefni sem þeir hafa áhuga á að lána til. Þannig geta margir lánveitendur staðið á bakvið eitt lán.

Það geta allir fengið lán hjá örlánasíðunni, jafnt sprotafyrirtæki sem og einstaklingar. Lántakendur þurfa ekki ábyrgðarmenn heldur er gagnkvæmt traust í gangi á milli aðila. Ekki er heldur tekið veð í lánum fólks.

Lántakendur fara í gegnum svokallað lánshæfismat sem lánveitendur gera með aðstoð Credit info. Eingöngu þeir sem eru með gott lánshæfi komast í gegnum niðurskurð lánveitenda og eiga möguleika á að fá lán.

En hverjir fá lán og hvernig fer lánveitingin fram?

Lántakinn setur þak þegar hann sækir um lánið, hann segir til um hverjir séu hámarsvextir sem hann telur sig geta staðið við. Lánveitandinn getur síðan boðið vexti sem eru undir því marki.

Þetta er því svokallað öfugt uppboð. Lánveitendur sem bjóða lægstu vextina fara efst á listann yfir þá sem koma til greina sem loka lántakendur. Þeir lánveitendur sem bjóða lægstu vextina enda síðan á því að vera lánveitendur lántaka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×