Viðskipti innlent

Skilanefndarmenn á ofurlaunum

Landsbankinn.
Landsbankinn.

Skilanefndarmaðurinn Ársæll Hafsteinsson var langtekjuhæstur allra skilanefndarmanna á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar Verslunar en hann var með rúmlega sex milljónir í mánaðarlaun.

Þess má geta að launin gefa ekki lýsandi mynd af launakjörum skilanefndarmanna. Það var ekki fyrr en í lok árs sem þeir tóku sæti í nefndunum.

Áður en Ársæll hóf störf hjá skilanefnd Landsbankans var hann aðallögfræðingur Landsbankans fyrir hrun.

Athygli vekur að næst launahæsti skilanefndarmaðurinn er Sigurjón Geirsson, endurskoðandi, í skilanefnd Landsbankans. Hann var með tæpar þrjár milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári. Hann var, líkt og Ársæll, starfsmaður Landsbankans fyrir hrun.

Næsti skilanefndarformaður Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis var með talsvert lægri laun en Ársæll, eða rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðalaun. Hann var þó með hæstu launin af skilanefndarformönnunum.

Skilanefndarformaður Kaupþings, Steinar Þór Guðgeirsson héraðslögmaður, var með eina milljón á mánuði á síðasta ári. Lægst launaðist skilanefndarformaðurinn var Lárus Finnbogason hjá Landsbankanum en hann var með 990 þúsund krónur í mánaðarlaun á síðasta ári. Lárus var formaður skilanefndar Landsbankans en sagði upp störfum nú fyrir stuttu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×