Viðskipti innlent

Ábatasöm Gullbergssala

Gullberg. Mynd /vsv.is
Gullberg. Mynd /vsv.is

Ekkjan Elínborg Jónsdóttir greiðir hæstu opinberu gjöldin í Vestmannaeyjum í ár en hún greiddi 33 milljónir. Þá er sonur hennar, Eyjólfur Guðjónsson í öðru sætinu með 22 milljónir.

Elínborg var gift útgerðarmanninum Guðjóni heitnum Pálssyni sem átti togarann Gullberg VE 292. Hann var seldur á síðasta ári en það var Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sem keypti hann. Bátnum fylgdi gríðarlega mikill kvóti.

Gullberg VE 292 er komið með annað nafn sem er Kap.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×