Viðskipti innlent

Krónan að nálgast bankahrunsgengið

Gengi krónunnar hefur verið að lækka í morgun í fremur litlum viðskiptum. Nemur lækkunin 0,7%. Gengisvísitalan er í 236,7 stigum og í sínu hæsta gildi á árinu. Krónan hefur því ekki áður verið lægri á þessu ári. Kostar evran nú tæplega 182 krónur og er hún einungis 6 krónum frá því að vera jafn dýr og hún varð dýrust eftir bankahrunið í október á síðasta ári.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að eftir tímabil stöðugleika frá því í upphafi júní síðastliðinn hefur krónan verið að lækka í þessari viku samtals um 2,0%.

Króna hefur verið að lækka í verði þrátt fyrir mikil gjaldeyrishöft, inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, umtalsverðan mun á innlendum og erlendum vöxtum og mikinn afgang af vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd. Lítil trú er á krónunni og talsverðar væntingar um frekari lækkun hennar.

Hvorutveggja gerir það að verkum að vilji fjármagnseigenda til að halda krónunni er lítill. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri hafa verið lítil og litlar fjárhæðir þarf því til að hreyfa gengi krónunnar nokkuð.

Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skili sér hefur haft neikvæð áhrif á markaðinn í vikunni. Engar breytingar hafa orðið á gengi krónunnar á aflandsmarkaði í vikunni. Þar kostar evran 220 krónur. Viðskipti þar eru afar lítil og strjál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×