Viðskipti innlent

Stím-maðurinn í 7.sæti skattgreiðanda á Reykjanesi

Glitnir.
Glitnir.

Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason, sem komst síðast í fréttirnar fyrir jól í tengslum við hið dularfulla eignarhaldsfélag Stím ehf, er í sjöunda sæti yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin Reykjanesumdæmis. Hann greiddi rúmar 48 milljónir.

Jakob er sonur Flosa V. Jakobssonar útgerðarmanns frá Bolungarvík, en sjálfur er hann í níunda sæti yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin á Vestfjörðum á síðasta ári.

Það var stuttu eftir hrun sem Stím málið komst upp en eini skráði aðilinn að félaginu reyndist vera Jakob Valgeir. Hann vildi ekki tjá sig um félagið til að byrja með í fjölmiðlum. Að lokum opinberaði hann þó eignarhald og eðli félagsins og í ljós kom að Glitnir hafði lánað því tíu milljarði án ábyrgðar til þess að kaupa hlut í bankanum sjálfum.

Bankinn afskrifaði að lokum 13 milljarða vegna félagsins.

Málið var í rannsókn hjá Fjármálaeftirlitinu en ekki er ljóst hvort því hafi verið vísað þaðan sem sakamáli.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×