Sport

„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“

„Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld.

Körfubolti

„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“

Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 

Fótbolti

Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 0-3 | Öruggur fyrsti sigur Blika

Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld.

Fótbolti

„FH spurði mig ekkert að því“

„Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Íslenski boltinn

PSG setur Messi í tveggja vikna agabann

Franska stórveldið Paris Saint-Germain hefur ákveðið að setja Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar, í tveggja vikna agabann eftir að leikmaðurinn ferðaðist til Sádi-Arabíu í leyfisleysi.

Fótbolti

Selma Sól og stöllur misstu frá sér sigurinn

Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg þurftu að sætta sig við svekkjandi jafntefli er liðið heimsótti Avaldsnes í norskú úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en sigur hefði lyft Rosenborg á toppinn.

Fótbolti

„Þetta verður bras fyrir Lakers“

Sérfræðingar Lögmáls leiksins hafa áhyggjur af því hvernig Los Angeles Lakers ætlar að verjast Golden State Warriors í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA sem hefst í nótt.

Körfubolti

Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið

Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV.

Handbolti