„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 23:01 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í kvöld. Vísir/Bára „Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Handbolti Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Handbolti Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Ásta vann Faceoff í fjórða sinn: „Hef náð öllum markmiðunum síðan ég greindist“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Enski boltinn Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Handbolti Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Handbolti Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Ásta vann Faceoff í fjórða sinn: „Hef náð öllum markmiðunum síðan ég greindist“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Enski boltinn Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti