Sport

„Það er eigin­lega ó­lýsan­legt hvað þetta er gaman“

„Bara vel held ég, við mættum ekki alveg nógu klárir í leik tvö og held að menn séu spenntir að mæta í fulla Origo-höll og jafnvel sýna betri leik heldur en síðast,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, um leikinn gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

Svona braut Gísli ökklann

Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Handbolti

„Er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt“

Sævar Atli Magnússon skoraði það sem reyndist sigurmark Lyngby gegn Midtjylland í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Það mark gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið en á einhvern ótrúlegan hátt á Lyngby enn möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu í Danmörku.

Fótbolti

„Heppin að fá að læra af þeirri bestu“

Anníe Mist Þórisdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru á fullu að undirbúa sig fyrir undanúrslitamótið í byrjun næsta mánaðar en það mót fer fram í Berlín og ræður því hvort þær komast á heimsleikana í CrossFit í ár.

Sport

Gatti hetja Juventus | Rómverjar með forystu

Federico Gatti reyndist hetja Juventus er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Sevilla í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Roma góðan 1-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Fótbolti

Bjarki og félagar björguðu jafntefli á seinustu stundu

Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska stórliðinu Telekom Veszprém björguðu sér fyrir horn er liðið tók á móti pólska liðinu Kielce í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 29-29, en heimamenn í Veszprém jöfnuðu metin með seinasta skoti leiksins.

Handbolti

Íslendingaliðið hóf undanúrslitin á sigri

Íslendingalið Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann góðan sex marka sigur er liðið tók á móti Pfadi Winterthur í fyrsta leik liðanna í undanúslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 34-28.

Handbolti

Furðar sig á keppi­nautunum á for­dæma­lausum tímum

Red Bull Ra­cing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tíma­bilsins á yfir­standandi For­múlu 1 tíma­bilinu, þar að auki vann liðið sprett­keppnina sem haldin var í Azer­baíjan og hafa öku­menn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnis­helgum af fimm.

Formúla 1

Heiðra Brady við upp­haf komandi tíma­bils

Tom Brady, goð­sögn í sögu NFL-deildarinnar, verður heiðraður af New Eng­land Pat­riots fyrir fyrsta heima­leik liðsins á næsta tíma­bili. Þetta stað­festir eig­andi liðsins, Robert Kraft.

Sport

Haukar fá sigursælan Stefán til starfa með Díönu

Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti.

Handbolti