Sjáðu umdeilda dóminn sem Seinni bylgjan var svo ósátt við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 08:31 Það urðu mikil læti við hliðarlínuna eftir atvikið. Vísir/Diego Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála umdeildum dómi sem átti stóran þátt í sigri Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbænum i gærkvöldi. Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ Sjá meira
Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ Sjá meira