„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 08:00 Sólveig Lára Kjærnested í glæsilegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, þar sem spilaður verður handbolti í efstu deild á næstu leiktíð. vísir/Sigurjón Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira