Lífið

Ekkert brúðkaup án dverga

Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones virðist ekkert rosalega upptekinn af pólitískum réttrúnaði. Hann leitar nú logandi ljósi að dvergum til að skemmta í brúðkaupi dóttur sinnar. Eins og skipuleggjandi brúðkaupsins orðar það í viðtali við dagblaðið The Sun óskar Wood eftir „fyndnum og blaðrandi smámennum“ til að sjá um skemmtum í brúðkaupi Leuh dóttur hans.

Lífið

Heldur ótrauð áfram eftir dauða Heath Ledger

Litla telpa Heath Ledger svaf værum svefni í kerrunni sinni á meðan ljósmyndarar mynduðu mæðgurnar og ónefndan vin þeirra úr launsátri í vikunni. Það sem vekur athygli pressunnar er að Michelle brosir þrátt fyrir dauðsfall barnsföður síns.

Lífið

Saga Sonic Youth á bók

Ævisaga hinnar áhrifamiklu rokkhljómsveitar Sonic Youth er nú komin út í bókinni Goodbye 20th Century eftir David Browne. Í bókinni er tæplega þrjátíu ára ferill sveitarinnar rakinn og þau áhrif sem hún hefur haft á samtímamenn eins og Beck, Nirvana og leikstjórann Spike Jonze tíunduð. Bókin er 422 blaðsíður og er kafað djúpt í efnið. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina.

Tónlist

Steve-O kominn í meðferð

Útúrdópaði prakkarinn Steve-O úr Jackass genginu hefur játað að hafa verið með kókaín á heimili sínu þegar hann var handtekinn fyrir skömu. Mál á hendur honum hefur verið látið niður falla eftir að hann játaði þar sem hann er kominn í meðferð.

Lífið

Segir ísbirni ekki í útrýmingarhættu

Hvurslags helvítis morðingjar eruð þið á Íslandi að drepa ísbirni!" segir Sigurður Pétursson - betur þekktur sem Siggi Ísmaður á Grænlandi. Hann dregur þó fljótt í land, "...nei, það er ekkert að því að drepa þessar skepnur ef maður étur bara kjötið."

Lífið

Páll Óskar verður andlit Byrs

„Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs.

Lífið

Veðurbörnin á Stöð 2 sett í megrun

Glöggir áhorfendur veðurfrétta á Stöð 2 hafa líklega tekið eftir því að teiknimyndabörnin sem notaðuð hafa verið til að sýna yngstu meðlimum þjóðfélagsins hvernig er best að búa sig hafa hríðhorast undanfarið.

Lífið

Klífur tinda til styrktar krabbameinsrannsóknum

Vignir Helgason, doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi, hyggst þreyta hina nafntoguðu þriggjatindaáskorun, eða three peaks challenge, sem gengur út á að ná toppi hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum.

Lífið

Amy rekin úr dómssal fyrir daður

Þrátt fyrir síendurteknar skammir dómarans hætti söngkonan ekki að senda fangelsuðum Blake fingurkossa og ástarorð í hljóði. Henni var skipað að láta sig hverfa, sem og hún gerði, svo réttarhöldin gætu haldið áfram.

Lífið

Nicole Richie að fríka út á móðurhlutverkinu

Nicole litla Richie hefur þurft að þola ýmislegt undanfarin ár, allt frá átröskunum og áfengismeðferðum til fangelsisvistar og samfélagsþjónustu. Nú þegar dóttir hennar er komin í spilið stefnir í eitt allsherjar niðurbrot.

Lífið

Ætlar að giftast barnapíunni

Frá Hollywood berast þær fréttir að stórleikarinn Ethan Hawke sé að undirbúa baugfingur undir væntanlegan giftingarhring. Hann og ólétta kærastan hans ætla að gifta sig á næstunni.

Lífið

Cameron Diaz endurnýtir afganga Jennifer Aniston

Leikkonan Cameron Diaz hefur greinilega ekkert á móti því að endurnýta afganga vinkvenna sinna. Á sunnudagskvöldið sást til hennar á stefnumóti með fyrirsætunni Paul Sculfor, sem átti í örsambandi við Jennifer Aniston á síðasta ári.

Lífið

Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima

Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé.

Lífið

Naut hverrar mínútu að leika Mr Big

Ég elskaði hverja einustu mínútu við tökur á myndinni, " segir Chris North við spyril CNN en hann fer með hlutverk hins óviðjafnanlega Mr Big í kvikmyndinni Sex and the City sem var frumsýnd hér á landi síðasta föstudag.

Lífið

Tatum kennir hundinum sínum um dópkaup

Óskarsverðlaunaleikkonan Tatum O'Neal, sem gripin var við þá vafasömu iðju að kaupa krakk í gær, segir atvikið allt eiga sér eðlilegar skýringar. Í viðtali við New York Post segir barnastjarnan fyrrverandi að dauði hunds hennar hafi ollið henni miklum hugarkvölum sem loks urðu þess valdandi að hún keypti dópið. „Ég og dóttir mín þurftum að svæfa hana. Það var ólýsanlega skelfilegt," sagði leikkonan. Hún bætti því síðan við að lögreglan hafi „bjargað sér“ áður en hún náði að neyta efnanna. Þrátt fyrir þessa útskýringu lýsti Tatum yfir sakleysi sínu fyrir rétti.

Lífið

Barnfóstra segir heimili Brangelinu skelfilegt

Það kemur líklega fæstum á óvart að heimili með fjórum smábörnum sé ekki rólegasti staðurinn á jarðríki. Fyrrverandi barnfóstra Brangelinu sér þó ástæðu til að tjá sig sérstaklega um heimili parsins - sem hún segir skelfilegt.

Lífið

Símaskráin aldrei verið vinsælli

Greinilegt er að samstarf Símaskrárinnar og Hugleiks Dagssonar hefur virkað mjög vel því fyrsta upplag Símaskrárinnar 2008 hefur að mestu klárast hjá Já sem sér um dreifingu hennar.

Lífið