Lífið

Heldur ótrauð áfram eftir dauða Heath Ledger

Mæðgurnar með ónefndum vin.
Mæðgurnar með ónefndum vin.

Erlenda slúðurpressan veltir sér töluvert upp úr því hver ókunni maðurinn sem hefur sést undanfarið með leikkonunni Michelle Williams og tveggja ára dóttur hennar og leikarans Heath Ledger, Matildu, á vappi.

Heath Ledger sem lést 22. janúar síðastliðinn eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum í íbúð sinni í New York fer með hlutverk Jókersins í þriðju Batman myndinni, The Dark Knight, sem verður frumsýnd í sumar.

Matilda 2 1/2 árs gömul.

Litla telpan svaf værum svefni í kerrunni sinni á meðan ljósmyndarar mynduðu mæðgurnar og ónefndan vin þeirra úr launsátri í vikunni. Nánast allt sem leikkonan aðhefst vekur athygli pressunnar eftir dauðsfall barnsföður hennar.

Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain. MYND/AP

Því hefur verið haldið fram að handritshöfundar Batman hafi í kjölfar dauða Ledger endurskrifað handritiðið að myndinni því samkvæmt heimildum Cinema Blend átti Jókerinn einnig að vera fyrirferðarmikill í næstu mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.