Páll Óskar verður andlit Byrs 4. júní 2008 15:48 „Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
„Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira