Lífið

Ekkert brúðkaup án dverga

Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones virðist ekkert rosalega upptekinn af pólitískum réttrúnaði. Hann leitar nú logandi ljósi að dvergum til að skemmta í brúðkaupi dóttur sinnar. Eins og skipuleggjandi brúðkaupsins orðar það í viðtali við dagblaðið The Sun óskar Wood eftir „fyndnum og blaðrandi smámennum" til að sjá um skemmtum í brúðkaupi Leuh dóttur hans.

Hugmyndin er að dvergarnir, sem verða í grímubúningum, muni hrekkja gestina. Til dæmis með því að spretta skyndilega fram undan runnum og bregða þeim, eða stela höttum kvenna. Dvergunum er ætlað að vera í búningunum allt kvöldið, og þurfa að skrifa undir trúnaðarsamkomulag svo þeir geti ekki selt sögur af frægum gestum brúðkaupsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.