Lífið Stjörnurnar fögnuðu nýju ári Stjörnurnar fögnuðu nýju ári með mismunandi hætti. Sumar flugu til fjarlægra stranda í frí en aðrar héldu stórar veislur í boði hótela og skemmtistaða. Lífið 5.1.2009 04:00 Björk á heilsuhæli í Litháen Björk Guðmundsdóttir fékk hnút á raddböndin á eftirminnilegum Náttúrutónleikum sínum í Laugardal í sumar. Hún hefur síðan glímt við erfiðleika með rödd sína og ekki náð fullum bata. Þetta kom fram áramótaviðtali hennar við Ævar Kjartansson á Rás 1. Lífið 5.1.2009 03:30 Vínarljóð og forleikir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands halda áfram að vera eitt vinsælasta fyrirbrigðið á efnisskrá hljómsveitarinnar. Ekki þarf færri en fjóra tónleika til að svara eftirspurn og verða þeir þann 7., 8., 9., og 10. janúar. Lífið 5.1.2009 03:00 Steinar og sturta í Hafnarfirði Um næstu helgi tekur Vesturport aftur til sýninga Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og gekk fyrir fullu húsi norðan heiða í fyrra. Björn Hlynur er höfundur og leikstjóri verksins og Hilmar Jónsson leikur aðalhlutverkið en hann hefur ekki leikið að ráði á sviði síðan blómlegur leikstjórnarferill hans hófst. Lífið 5.1.2009 03:00 Mamma Mia! í 29 þúsund eintökum DVD-útgáfa söngvamyndarinnar Mamma Mia! seldist í 29 þúsund eintökum fyrir jólin. Lífið 5.1.2009 03:00 Heitustu böndin 2009 Nýtt ár er gengið í garð. Þótt það sé kreppa og harmakvein á mörgum vígstöðvum má fastlega búast við áframhaldandi góðæri í íslenska poppinu og rokkinu. Dr. Gunni rýndi í kristalskúluna og reyndi að sjá fram í tímann. Lífið 5.1.2009 02:30 Travolta talar út John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston sendu frá sér yfirlýsingu í dag á heimasíðu leikkonunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þau tjá sig eftir dauða sextán ára sonar þeirra, Jett Travolta, sem lést á Bahamaeyjum nýverið. Lífið 4.1.2009 20:09 Shepard fullur á of miklum hraða Leikarinn og handritshöfundurinn Sam Shepard var handtekinn í gærmorgun grunaður um ölvun við akstur í bænum Normal í Illinois í Bandaríkjunum. Leikarinn sagði lögreglu að hann hefði komið við á krá á leið sinni upp á hótel. Lífið 4.1.2009 14:34 Amy Winehouse langar að hanna föt Söngkona glysgjarna Amy Winehous dreymir um að hanna föt og segist eiga í viðræðum við Fred Perry fatamerkið. Hún segist þegar hafa teiknað nokkrar flíkur fyrir þá. Lífið 4.1.2009 11:20 Auðmenn á ruslafötum við Reykjavíkurtjörn Veggjakrot hefur náð nýjum hæðum við Tjörnina í Reykjavík. Þar hefur einhver tekið sig til og klætt ruslafötur borgarinnar í betri fötin. Búið er að mála jakkaföt framan á ruslaföturnar með nöfnum auðmanna. Lífið 4.1.2009 09:31 Ólafur himinlifandi með Skaupið „Það var nú kvartað undan því á mínu heimili að Kjartan [Guðjónsson] hefði mátt vera bragglegri og myndarlegri. En annars var ég mjög sáttur við Skaupið; það besta í áraraðir,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Ólafur segist ekki hafa undirbúið sig eitthvað sérstaklega undir Skaupið, hann sé með fínt sjálfstraust og samviskuna í lagi á nýju ári. Lífið 4.1.2009 07:00 Bestu myndir ársins Kvikmyndarýnar í Bretlandi hafa greint frá því hvaða kvikmyndir sé nauðsynlegt að sjá á árinu 2009. Lífið 4.1.2009 05:00 Gibson kveður lærisvein sinn Ledger Mel Gibson notaði tækifærið í áramótahefti Entertainment Weekly til að kveðja vin sinn, Heath Ledger. Leikarinn ungi lést af völdum ofneyslu lyfja á árinu sem var að líða. Kvikmyndaheimurinn stóð seinna á öndinni yfir frammistöðu hans í The Dark Knight en þar fór Ástralinn á kostum sem Jókerinn. Gibson uppgötvaði Ledger og fékk hann í kvikmyndina The Patriot. Þar lék Ledger son hans og segir Gibson að áheyrnarprufan hafi verið rosaleg. „Okkur langaði bara til að vera þarna allan daginn og horfa á hann leika,“ segir Gibson. Lífið 4.1.2009 05:00 Rithöfundar eru nýju útrásarvíkingarnir Íslensk skáldverk voru í mikilli útrás á árinu sem var að líða. Bókaútgefendur gerðu vel á annað hundrað útgáfusamninga við erlendar útgáfur og því ættu aðdáendur íslenskrar bókmenntahefðar að geta nálgast íslensk skáldverk með fremur auðveldum hætti í útlöndum. Ólíkt því sem menn kynnu að halda er hér ekki um að ræða einsleitan hóp nágrannaþjóða heldur voru gerðir samningar við fjarlæg lönd á borð við Kóreu, Kína og Indland. Lífið 4.1.2009 04:00 Rourke er vinur Seans Penn Talsmaður Mickey Rourke hefur vísað því á bug að leikarinn eigi í illdeilum við Sean Penn. Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki á vefsíðum þar vestra. The Daily Beast greindi frá því að Rourke hefði sent háttsettum framleiðanda í Hollwyood sms-skeyti þess efnis að Sean Penn væri haldinn hommahatri. Og að það sýndi sig hvað best í túlkun leikarans á hinum samkynhneigða stjórnmálamanni Harvey Milk en kvikmynd um hann. Milk, var frumsýnd nýverið í Bandaríkjunum. Lífið 4.1.2009 03:00 Vesturport tekur Dubbeldusch aftur til sýninga Vesturport tekur aftur til sýninga Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson frá og með 10 janúar n.k. Lífið 3.1.2009 15:49 Fyrsta mótmælagangan á nýju ári Fyrsta mótmælagangan á nýju árin verður gengin á Akureyri í dag. Gengið hefur verið á hverjum laugardegi síðan í október og að venju er gengið frá Samkomuhúsinu og niður á Ráðhústorg klukkan 15:00. Lífið 3.1.2009 12:52 Sextán ára sonur Travolta lést í gær Sextán ára gamall sonur leikarans John Travolta lést í gær á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum. Pilturinn er talinn hafa fengið flogakast inni á baðherbergi og dottið með höfuðið í baðkar með fyrrgreindum afleiðingum. Húshjálp fjölskyldunnar fann drenginn meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Lífið 3.1.2009 09:58 Endurskapaðu líf þitt Dagsnámskeið sem er ítarlegri útgáfa af vinsælu markmiðakvöldi sem Guðjón Bergmann hefur haldið reglulega síðastliðin tvö ár fer í gang nú á nýju ári. Á því verður farið í gegnum brýna þætti sem geta haft gífurleg áhrif á líf þátttakenda til framtíðar. Lífið 3.1.2009 09:33 Laddi í skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals Skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals á DVD-diski sínum Laddi 6-Tugur sem var gefinn út fyrir jól. Lífið 3.1.2009 00:01 Kata Jakobs og eiginmaður skrifuðu um uppeldi fyrir umhverfið Uppeldi fyrir umhverfið er titill á nýrri bók sem Katrín Jakobsdóttir þingmaður þýddi ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Sigvaldasyni. Bókin kom út í desember. Lífið 2.1.2009 15:45 2008 besta árið hingað til hjá Manuelu Fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir og landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson búa í Bolton. Vísir hafði samband við Manuelu til að forvitnast um hennar persónulegu áramótaheit. „Nýja árið leggst afskaplega vel í mig enda varla annað hægt þar sem árið 2008 var það allra besta hingað til," svarar Manuela. Lífið 2.1.2009 15:18 Fílaði að vera fíflaður í Skaupinu Vísir hafði samband við söngvarann Hlyn Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4, og spurði hvernig honum fannst áramótaskaupið í ár. „Ég var að fíla það alla leið að vera fíflaður í skaupinu. Hey það var gert grín að mér, Merzedes Club og Páli Óskari sem að segir okkur að þetta eru heitustu listamennirnir í dag og þeir eftirminnilegustu frá árinu sem leið. Ekki slæmur árangur hjá Merzedes Club sem er rétt búinn að klára sitt fyrsta starfsár í bransanum," segir Hlynur. Lífið 2.1.2009 14:19 Finnur stuðning vegna ástandsins á Íslandi „Þetta hefur aldrei verið gert áður og verður mjög spennandi því bleikjan hefur aðallega verið seld í veitingahús hingað til. Allar verslanir þeirra verða skreyttar með fallegu auglýsingaefni um land vort og þjóð, sem sett verður upp í búðunum og mun verða uppi í nokkra mánuði en kynningin sjálf stendur yfir í fjórar vikur," segir Baldvin. Lífið 2.1.2009 09:50 Loksins gift eftir 20 ára samband Leikarinn Woody Harrelson gifti sig síðastliðinn sunnudag 28. desember 2008. Lífið 2.1.2009 09:28 Frægðarfólk sem kvaddi á liðnu ári Margt erlent frægðarfólk kvaddi þennan heim á nýliðnu ári. Fréttablaðið tók saman pistil þá helstu. Lífið 2.1.2009 06:00 Fengið góð viðbrögð við Skaupinu Silja Hauksdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir að hún hafi fengið betri viðbrögð við Skaupinu en hún hafi þorað að vona. ,,Fólk er almennt sátt. Allavega í mínu eyru." Lífið 1.1.2009 20:27 Lífsstílsþátturinn Innlit / útlit hættur í bili Hönnunar- og lífsstílsþátturinn Innlit/útlit sem hefur fylgt SkjáEinum frá fyrstu tíð verður hvíldur eftir áramót að sögn Nadiu Banine sem stjórnaði þættinum ásamt Arnari Gauta en hann opnaði fyrir stuttu glæsilega GK verslun í Smáralind. „Já það á að hvíla þáttinn núna eftir áramót. Skjárinn tók þá ákvörðun með tilliti til efnahagsumhverfisins. Þetta er nýskeð en ég hélt í vonina að hann yrði áfram," segir Nadia. Lífið 1.1.2009 15:18 Enn til miðar á nýársfagnaðinn á Hótel Sögu í kvöld Nýársfagnaður verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Mikil stemmning er yfirleitt fyrir nýársfögnuðum og er engin breyting þar á í ár. Uppselt er í matinn og búið er að selja um 100 miða í forsölu á ballið. Miðasala verður við innganginn í kvöld. Lífið 1.1.2009 14:27 Silfurdrengirnir menn ársins á Stöð 2 Fréttastofa Stöðvar tvö valdi handboltalandslið karla Menn ársins 2008. Handboltalandsliðið vann sem kunnugt er til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í sumar og var þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar komust á verðlaunapall í hópíþrótt á Ólympíuleikum. Lífið 1.1.2009 13:44 « ‹ ›
Stjörnurnar fögnuðu nýju ári Stjörnurnar fögnuðu nýju ári með mismunandi hætti. Sumar flugu til fjarlægra stranda í frí en aðrar héldu stórar veislur í boði hótela og skemmtistaða. Lífið 5.1.2009 04:00
Björk á heilsuhæli í Litháen Björk Guðmundsdóttir fékk hnút á raddböndin á eftirminnilegum Náttúrutónleikum sínum í Laugardal í sumar. Hún hefur síðan glímt við erfiðleika með rödd sína og ekki náð fullum bata. Þetta kom fram áramótaviðtali hennar við Ævar Kjartansson á Rás 1. Lífið 5.1.2009 03:30
Vínarljóð og forleikir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands halda áfram að vera eitt vinsælasta fyrirbrigðið á efnisskrá hljómsveitarinnar. Ekki þarf færri en fjóra tónleika til að svara eftirspurn og verða þeir þann 7., 8., 9., og 10. janúar. Lífið 5.1.2009 03:00
Steinar og sturta í Hafnarfirði Um næstu helgi tekur Vesturport aftur til sýninga Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og gekk fyrir fullu húsi norðan heiða í fyrra. Björn Hlynur er höfundur og leikstjóri verksins og Hilmar Jónsson leikur aðalhlutverkið en hann hefur ekki leikið að ráði á sviði síðan blómlegur leikstjórnarferill hans hófst. Lífið 5.1.2009 03:00
Mamma Mia! í 29 þúsund eintökum DVD-útgáfa söngvamyndarinnar Mamma Mia! seldist í 29 þúsund eintökum fyrir jólin. Lífið 5.1.2009 03:00
Heitustu böndin 2009 Nýtt ár er gengið í garð. Þótt það sé kreppa og harmakvein á mörgum vígstöðvum má fastlega búast við áframhaldandi góðæri í íslenska poppinu og rokkinu. Dr. Gunni rýndi í kristalskúluna og reyndi að sjá fram í tímann. Lífið 5.1.2009 02:30
Travolta talar út John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston sendu frá sér yfirlýsingu í dag á heimasíðu leikkonunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þau tjá sig eftir dauða sextán ára sonar þeirra, Jett Travolta, sem lést á Bahamaeyjum nýverið. Lífið 4.1.2009 20:09
Shepard fullur á of miklum hraða Leikarinn og handritshöfundurinn Sam Shepard var handtekinn í gærmorgun grunaður um ölvun við akstur í bænum Normal í Illinois í Bandaríkjunum. Leikarinn sagði lögreglu að hann hefði komið við á krá á leið sinni upp á hótel. Lífið 4.1.2009 14:34
Amy Winehouse langar að hanna föt Söngkona glysgjarna Amy Winehous dreymir um að hanna föt og segist eiga í viðræðum við Fred Perry fatamerkið. Hún segist þegar hafa teiknað nokkrar flíkur fyrir þá. Lífið 4.1.2009 11:20
Auðmenn á ruslafötum við Reykjavíkurtjörn Veggjakrot hefur náð nýjum hæðum við Tjörnina í Reykjavík. Þar hefur einhver tekið sig til og klætt ruslafötur borgarinnar í betri fötin. Búið er að mála jakkaföt framan á ruslaföturnar með nöfnum auðmanna. Lífið 4.1.2009 09:31
Ólafur himinlifandi með Skaupið „Það var nú kvartað undan því á mínu heimili að Kjartan [Guðjónsson] hefði mátt vera bragglegri og myndarlegri. En annars var ég mjög sáttur við Skaupið; það besta í áraraðir,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Ólafur segist ekki hafa undirbúið sig eitthvað sérstaklega undir Skaupið, hann sé með fínt sjálfstraust og samviskuna í lagi á nýju ári. Lífið 4.1.2009 07:00
Bestu myndir ársins Kvikmyndarýnar í Bretlandi hafa greint frá því hvaða kvikmyndir sé nauðsynlegt að sjá á árinu 2009. Lífið 4.1.2009 05:00
Gibson kveður lærisvein sinn Ledger Mel Gibson notaði tækifærið í áramótahefti Entertainment Weekly til að kveðja vin sinn, Heath Ledger. Leikarinn ungi lést af völdum ofneyslu lyfja á árinu sem var að líða. Kvikmyndaheimurinn stóð seinna á öndinni yfir frammistöðu hans í The Dark Knight en þar fór Ástralinn á kostum sem Jókerinn. Gibson uppgötvaði Ledger og fékk hann í kvikmyndina The Patriot. Þar lék Ledger son hans og segir Gibson að áheyrnarprufan hafi verið rosaleg. „Okkur langaði bara til að vera þarna allan daginn og horfa á hann leika,“ segir Gibson. Lífið 4.1.2009 05:00
Rithöfundar eru nýju útrásarvíkingarnir Íslensk skáldverk voru í mikilli útrás á árinu sem var að líða. Bókaútgefendur gerðu vel á annað hundrað útgáfusamninga við erlendar útgáfur og því ættu aðdáendur íslenskrar bókmenntahefðar að geta nálgast íslensk skáldverk með fremur auðveldum hætti í útlöndum. Ólíkt því sem menn kynnu að halda er hér ekki um að ræða einsleitan hóp nágrannaþjóða heldur voru gerðir samningar við fjarlæg lönd á borð við Kóreu, Kína og Indland. Lífið 4.1.2009 04:00
Rourke er vinur Seans Penn Talsmaður Mickey Rourke hefur vísað því á bug að leikarinn eigi í illdeilum við Sean Penn. Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki á vefsíðum þar vestra. The Daily Beast greindi frá því að Rourke hefði sent háttsettum framleiðanda í Hollwyood sms-skeyti þess efnis að Sean Penn væri haldinn hommahatri. Og að það sýndi sig hvað best í túlkun leikarans á hinum samkynhneigða stjórnmálamanni Harvey Milk en kvikmynd um hann. Milk, var frumsýnd nýverið í Bandaríkjunum. Lífið 4.1.2009 03:00
Vesturport tekur Dubbeldusch aftur til sýninga Vesturport tekur aftur til sýninga Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson frá og með 10 janúar n.k. Lífið 3.1.2009 15:49
Fyrsta mótmælagangan á nýju ári Fyrsta mótmælagangan á nýju árin verður gengin á Akureyri í dag. Gengið hefur verið á hverjum laugardegi síðan í október og að venju er gengið frá Samkomuhúsinu og niður á Ráðhústorg klukkan 15:00. Lífið 3.1.2009 12:52
Sextán ára sonur Travolta lést í gær Sextán ára gamall sonur leikarans John Travolta lést í gær á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum. Pilturinn er talinn hafa fengið flogakast inni á baðherbergi og dottið með höfuðið í baðkar með fyrrgreindum afleiðingum. Húshjálp fjölskyldunnar fann drenginn meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Lífið 3.1.2009 09:58
Endurskapaðu líf þitt Dagsnámskeið sem er ítarlegri útgáfa af vinsælu markmiðakvöldi sem Guðjón Bergmann hefur haldið reglulega síðastliðin tvö ár fer í gang nú á nýju ári. Á því verður farið í gegnum brýna þætti sem geta haft gífurleg áhrif á líf þátttakenda til framtíðar. Lífið 3.1.2009 09:33
Laddi í skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals Skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals á DVD-diski sínum Laddi 6-Tugur sem var gefinn út fyrir jól. Lífið 3.1.2009 00:01
Kata Jakobs og eiginmaður skrifuðu um uppeldi fyrir umhverfið Uppeldi fyrir umhverfið er titill á nýrri bók sem Katrín Jakobsdóttir þingmaður þýddi ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Sigvaldasyni. Bókin kom út í desember. Lífið 2.1.2009 15:45
2008 besta árið hingað til hjá Manuelu Fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir og landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson búa í Bolton. Vísir hafði samband við Manuelu til að forvitnast um hennar persónulegu áramótaheit. „Nýja árið leggst afskaplega vel í mig enda varla annað hægt þar sem árið 2008 var það allra besta hingað til," svarar Manuela. Lífið 2.1.2009 15:18
Fílaði að vera fíflaður í Skaupinu Vísir hafði samband við söngvarann Hlyn Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4, og spurði hvernig honum fannst áramótaskaupið í ár. „Ég var að fíla það alla leið að vera fíflaður í skaupinu. Hey það var gert grín að mér, Merzedes Club og Páli Óskari sem að segir okkur að þetta eru heitustu listamennirnir í dag og þeir eftirminnilegustu frá árinu sem leið. Ekki slæmur árangur hjá Merzedes Club sem er rétt búinn að klára sitt fyrsta starfsár í bransanum," segir Hlynur. Lífið 2.1.2009 14:19
Finnur stuðning vegna ástandsins á Íslandi „Þetta hefur aldrei verið gert áður og verður mjög spennandi því bleikjan hefur aðallega verið seld í veitingahús hingað til. Allar verslanir þeirra verða skreyttar með fallegu auglýsingaefni um land vort og þjóð, sem sett verður upp í búðunum og mun verða uppi í nokkra mánuði en kynningin sjálf stendur yfir í fjórar vikur," segir Baldvin. Lífið 2.1.2009 09:50
Loksins gift eftir 20 ára samband Leikarinn Woody Harrelson gifti sig síðastliðinn sunnudag 28. desember 2008. Lífið 2.1.2009 09:28
Frægðarfólk sem kvaddi á liðnu ári Margt erlent frægðarfólk kvaddi þennan heim á nýliðnu ári. Fréttablaðið tók saman pistil þá helstu. Lífið 2.1.2009 06:00
Fengið góð viðbrögð við Skaupinu Silja Hauksdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir að hún hafi fengið betri viðbrögð við Skaupinu en hún hafi þorað að vona. ,,Fólk er almennt sátt. Allavega í mínu eyru." Lífið 1.1.2009 20:27
Lífsstílsþátturinn Innlit / útlit hættur í bili Hönnunar- og lífsstílsþátturinn Innlit/útlit sem hefur fylgt SkjáEinum frá fyrstu tíð verður hvíldur eftir áramót að sögn Nadiu Banine sem stjórnaði þættinum ásamt Arnari Gauta en hann opnaði fyrir stuttu glæsilega GK verslun í Smáralind. „Já það á að hvíla þáttinn núna eftir áramót. Skjárinn tók þá ákvörðun með tilliti til efnahagsumhverfisins. Þetta er nýskeð en ég hélt í vonina að hann yrði áfram," segir Nadia. Lífið 1.1.2009 15:18
Enn til miðar á nýársfagnaðinn á Hótel Sögu í kvöld Nýársfagnaður verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Mikil stemmning er yfirleitt fyrir nýársfögnuðum og er engin breyting þar á í ár. Uppselt er í matinn og búið er að selja um 100 miða í forsölu á ballið. Miðasala verður við innganginn í kvöld. Lífið 1.1.2009 14:27
Silfurdrengirnir menn ársins á Stöð 2 Fréttastofa Stöðvar tvö valdi handboltalandslið karla Menn ársins 2008. Handboltalandsliðið vann sem kunnugt er til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í sumar og var þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar komust á verðlaunapall í hópíþrótt á Ólympíuleikum. Lífið 1.1.2009 13:44