Lífið

Stjörnurnar fögnuðu nýju ári

Stjörnurnar fögnuðu nýju ári með mismunandi hætti. Sumar flugu til fjarlægra stranda í frí en aðrar héldu stórar veislur í boði hótela og skemmtistaða.

Lífið

Björk á heilsuhæli í Litháen

Björk Guðmundsdóttir fékk hnút á raddböndin á eftirminnilegum Náttúrutónleikum sínum í Laugardal í sumar. Hún hefur síðan glímt við erfiðleika með rödd sína og ekki náð fullum bata. Þetta kom fram áramótaviðtali hennar við Ævar Kjartansson á Rás 1.

Lífið

Vínarljóð og forleikir

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands halda áfram að vera eitt vinsælasta fyrirbrigðið á efnisskrá hljómsveitarinnar. Ekki þarf færri en fjóra tónleika til að svara eftirspurn og verða þeir þann 7., 8., 9., og 10. janúar.

Lífið

Steinar og sturta í Hafnarfirði

Um næstu helgi tekur Vesturport aftur til sýninga Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og gekk fyrir fullu húsi norðan heiða í fyrra. Björn Hlynur er höfundur og leikstjóri verksins og Hilmar Jónsson leikur aðalhlutverkið en hann hefur ekki leikið að ráði á sviði síðan blómlegur leikstjórnarferill hans hófst.

Lífið

Heitustu böndin 2009

Nýtt ár er gengið í garð. Þótt það sé kreppa og harmakvein á mörgum vígstöðvum má fastlega búast við áframhaldandi góðæri í íslenska poppinu og rokkinu. Dr. Gunni rýndi í kristalskúluna og reyndi að sjá fram í tímann.

Lífið

Travolta talar út

John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston sendu frá sér yfirlýsingu í dag á heimasíðu leikkonunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þau tjá sig eftir dauða sextán ára sonar þeirra, Jett Travolta, sem lést á Bahamaeyjum nýverið.

Lífið

Shepard fullur á of miklum hraða

Leikarinn og handritshöfundurinn Sam Shepard var handtekinn í gærmorgun grunaður um ölvun við akstur í bænum Normal í Illinois í Bandaríkjunum. Leikarinn sagði lögreglu að hann hefði komið við á krá á leið sinni upp á hótel.

Lífið

Amy Winehouse langar að hanna föt

Söngkona glysgjarna Amy Winehous dreymir um að hanna föt og segist eiga í viðræðum við Fred Perry fatamerkið. Hún segist þegar hafa teiknað nokkrar flíkur fyrir þá.

Lífið

Auðmenn á ruslafötum við Reykjavíkurtjörn

Veggjakrot hefur náð nýjum hæðum við Tjörnina í Reykjavík. Þar hefur einhver tekið sig til og klætt ruslafötur borgarinnar í betri fötin. Búið er að mála jakkaföt framan á ruslaföturnar með nöfnum auðmanna.

Lífið

Ólafur himinlifandi með Skaupið

„Það var nú kvartað undan því á mínu heimili að Kjartan [Guðjónsson] hefði mátt vera bragglegri og myndarlegri. En annars var ég mjög sáttur við Skaupið; það besta í áraraðir,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Ólafur segist ekki hafa undirbúið sig eitthvað sérstaklega undir Skaupið, hann sé með fínt sjálfstraust og samviskuna í lagi á nýju ári.

Lífið

Bestu myndir ársins

Kvikmyndarýnar í Bretlandi hafa greint frá því hvaða kvikmyndir sé nauðsynlegt að sjá á árinu 2009.

Lífið

Gibson kveður lærisvein sinn Ledger

Mel Gibson notaði tækifærið í áramótahefti Entertainment Weekly til að kveðja vin sinn, Heath Ledger. Leikarinn ungi lést af völdum ofneyslu lyfja á árinu sem var að líða. Kvikmyndaheimurinn stóð seinna á öndinni yfir frammistöðu hans í The Dark Knight en þar fór Ástralinn á kostum sem Jókerinn. Gibson uppgötvaði Ledger og fékk hann í kvikmyndina The Patriot. Þar lék Ledger son hans og segir Gibson að áheyrnarprufan hafi verið rosaleg. „Okkur langaði bara til að vera þarna allan daginn og horfa á hann leika,“ segir Gibson.

Lífið

Rithöfundar eru nýju útrásarvíkingarnir

Íslensk skáldverk voru í mikilli útrás á árinu sem var að líða. Bókaútgefendur gerðu vel á annað hundrað útgáfusamninga við erlendar útgáfur og því ættu aðdáendur íslenskrar bókmenntahefðar að geta nálgast íslensk skáldverk með fremur auðveldum hætti í útlöndum. Ólíkt því sem menn kynnu að halda er hér ekki um að ræða einsleitan hóp nágrannaþjóða heldur voru gerðir samningar við fjarlæg lönd á borð við Kóreu, Kína og Indland.

Lífið

Rourke er vinur Seans Penn

Talsmaður Mickey Rourke hefur vísað því á bug að leikarinn eigi í illdeilum við Sean Penn. Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki á vefsíðum þar vestra. The Daily Beast greindi frá því að Rourke hefði sent háttsettum framleiðanda í Hollwyood sms-skeyti þess efnis að Sean Penn væri haldinn hommahatri. Og að það sýndi sig hvað best í túlkun leikarans á hinum samkynhneigða stjórnmálamanni Harvey Milk en kvikmynd um hann. Milk, var frumsýnd nýverið í Bandaríkjunum.

Lífið

Fyrsta mótmælagangan á nýju ári

Fyrsta mótmælagangan á nýju árin verður gengin á Akureyri í dag. Gengið hefur verið á hverjum laugardegi síðan í október og að venju er gengið frá Samkomuhúsinu og niður á Ráðhústorg klukkan 15:00.

Lífið

Sextán ára sonur Travolta lést í gær

Sextán ára gamall sonur leikarans John Travolta lést í gær á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum. Pilturinn er talinn hafa fengið flogakast inni á baðherbergi og dottið með höfuðið í baðkar með fyrrgreindum afleiðingum. Húshjálp fjölskyldunnar fann drenginn meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Lífið

Endurskapaðu líf þitt

Dagsnámskeið sem er ítarlegri útgáfa af vinsælu markmiðakvöldi sem Guðjón Bergmann hefur haldið reglulega síðastliðin tvö ár fer í gang nú á nýju ári. Á því verður farið í gegnum brýna þætti sem geta haft gífurleg áhrif á líf þátttakenda til framtíðar.

Lífið

2008 besta árið hingað til hjá Manuelu

Fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir og landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson búa í Bolton. Vísir hafði samband við Manuelu til að forvitnast um hennar persónulegu áramótaheit. „Nýja árið leggst afskaplega vel í mig enda varla annað hægt þar sem árið 2008 var það allra besta hingað til," svarar Manuela.

Lífið

Fílaði að vera fíflaður í Skaupinu

Vísir hafði samband við söngvarann Hlyn Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4, og spurði hvernig honum fannst áramótaskaupið í ár. „Ég var að fíla það alla leið að vera fíflaður í skaupinu. Hey það var gert grín að mér, Merzedes Club og Páli Óskari sem að segir okkur að þetta eru heitustu listamennirnir í dag og þeir eftirminnilegustu frá árinu sem leið. Ekki slæmur árangur hjá Merzedes Club sem er rétt búinn að klára sitt fyrsta starfsár í bransanum," segir Hlynur.

Lífið

Finnur stuðning vegna ástandsins á Íslandi

„Þetta hefur aldrei verið gert áður og verður mjög spennandi því bleikjan hefur aðallega verið seld í veitingahús hingað til. Allar verslanir þeirra verða skreyttar með fallegu auglýsingaefni um land vort og þjóð, sem sett verður upp í búðunum og mun verða uppi í nokkra mánuði en kynningin sjálf stendur yfir í fjórar vikur," segir Baldvin.

Lífið

Fengið góð viðbrögð við Skaupinu

Silja Hauksdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir að hún hafi fengið betri viðbrögð við Skaupinu en hún hafi þorað að vona. ,,Fólk er almennt sátt. Allavega í mínu eyru."

Lífið

Lífsstílsþátturinn Innlit / útlit hættur í bili

Hönnunar- og lífsstílsþátturinn Innlit/útlit sem hefur fylgt SkjáEinum frá fyrstu tíð verður hvíldur eftir áramót að sögn Nadiu Banine sem stjórnaði þættinum ásamt Arnari Gauta en hann opnaði fyrir stuttu glæsilega GK verslun í Smáralind. „Já það á að hvíla þáttinn núna eftir áramót. Skjárinn tók þá ákvörðun með tilliti til efnahagsumhverfisins. Þetta er nýskeð en ég hélt í vonina að hann yrði áfram," segir Nadia.

Lífið

Enn til miðar á nýársfagnaðinn á Hótel Sögu í kvöld

Nýársfagnaður verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Mikil stemmning er yfirleitt fyrir nýársfögnuðum og er engin breyting þar á í ár. Uppselt er í matinn og búið er að selja um 100 miða í forsölu á ballið. Miðasala verður við innganginn í kvöld.

Lífið

Silfurdrengirnir menn ársins á Stöð 2

Fréttastofa Stöðvar tvö valdi handboltalandslið karla Menn ársins 2008. Handboltalandsliðið vann sem kunnugt er til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í sumar og var þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar komust á verðlaunapall í hópíþrótt á Ólympíuleikum.

Lífið