Lífið

Lífsstílsþátturinn Innlit / útlit hættur í bili

Nadia Banine og Arnar Gauti.
Nadia Banine og Arnar Gauti.

Hönnunar- og lífsstílsþátturinn Innlit/útlit sem hefur fylgt SkjáEinum frá fyrstu tíð verður hvíldur eftir áramót að sögn Nadiu Banine sem stjórnaði þættinum ásamt Arnari Gauta en hann opnaði fyrir stuttu glæsilega GK verslun í Smáralind.

„Já það á að hvíla þáttinn núna eftir áramót. Skjárinn tók þá ákvörðun með tilliti til efnahagsumhverfisins. Þetta er nýskeð en ég hélt í vonina að hann yrði áfram," segir Nadia.

„Ég er í hlutastarfi sem flugfreyja og hef verið að taka að mér hönnunarverkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki," svarar Nadia aðspurð hvað hún starfar fyrir utan fjölmiðlana.

„Mér finnst rosalega gaman að vinna í sjónvarpi og er alveg til í að halda því áfram ef eitthvað býðst," segir Nadia að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.