Laddi í skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals 3. janúar 2009 00:01 Mynddiskurinn Laddi 6-Tugur hefur verið vinsæll meðal netverja sem hafa hlaðið honum ólöglega niður mörg þúsund sinnum. fréttablaðið/heiða Skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals á DVD-diski sínum Laddi 6-Tugur sem var gefinn út fyrir jól. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa hátt í sex þúsund manns hlaðið disknum niður af Netinu, þar á meðal af heimasíðunni Viking Bay. „Ég vil endilega gera eitthvað í þessu. Ef þetta er svona mikið held ég að það sé grundvöllur fyrir því að krefjast skaðabóta,“ segir Laddi, sem er staddur erlendis í fríi. „Ég ætla að tala við þá þegar ég kem heim.“ Þegar Laddi frétti fyrst af niðurhalinu höfðu 1200 manns hlaðið disknum niður á tiltölulega skömmum tíma. Hafði hann þá samband við starfsmenn Viking Bay og krafðist þess að þetta yrði stöðvað. Það var gert í einn dag en niðurhalið hófst svo aftur eins og ekkert hefði í skorist. „Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að stoppa svona lagað. Maður skilur þetta ekki,“ segir hann. „Sex þúsund eintök er gríðarlegt. Það þýddi alltaf gullplata að ná fimm þúsund eintökum. Þetta er gífurlegt tap ef þetta er svona mikið,“ segir hann og er afar ósáttur við þessa þróun. „Ef það er hægt að „dánlóda“ allri músík eða því sem er í sjónvarpi þá er þetta mjög slæmt. Þetta eru launin okkar listamanna og ef það er tekið af okkur svona þá er það ansi slæmt. Það þarf að stoppa þetta af og hafa eftirlit með þessu.“ Laddi 6-Tugur seldist í um 23 þúsund eintökum fyrir jólin sem er met í sölu á íslenskum mynddiski. „Ég er búinn að vera í bransanum í hátt í fjörutíu ár og hef ekki séð svona tölur áður. Ég er óskaplega ánægður með það og ég óska þeim til hamingju sem hafa „dánlódað“ þessu og vona að þeir njóti vel.“ Konstantin Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu sem gefur út Laddi 6-Tugur, segir að mikil óánægja sé með hið ólöglega niðurhal. „Það hefur verið ákveðið samkomulag um að hlaða ekki niður íslensku efni en það hefur aldeilis ekki verið með þetta. Þetta hefur breyst mjög mikið og það er mjög mikið um ólöglegt niðurhal á íslensku efni,“ segir Konstantin. Spurður segir hann ómögulegt að segja til um hvort diskurinn hefði selst í sex þúsund fleiri eintökum ef honum hefði ekki verið lekið á Netið. „Ég get ekki fullyrt um neitt slíkt en auðvitað vitum við að niðurhal er ekki af hinu góða, það er alveg klárt mál.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals á DVD-diski sínum Laddi 6-Tugur sem var gefinn út fyrir jól. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa hátt í sex þúsund manns hlaðið disknum niður af Netinu, þar á meðal af heimasíðunni Viking Bay. „Ég vil endilega gera eitthvað í þessu. Ef þetta er svona mikið held ég að það sé grundvöllur fyrir því að krefjast skaðabóta,“ segir Laddi, sem er staddur erlendis í fríi. „Ég ætla að tala við þá þegar ég kem heim.“ Þegar Laddi frétti fyrst af niðurhalinu höfðu 1200 manns hlaðið disknum niður á tiltölulega skömmum tíma. Hafði hann þá samband við starfsmenn Viking Bay og krafðist þess að þetta yrði stöðvað. Það var gert í einn dag en niðurhalið hófst svo aftur eins og ekkert hefði í skorist. „Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að stoppa svona lagað. Maður skilur þetta ekki,“ segir hann. „Sex þúsund eintök er gríðarlegt. Það þýddi alltaf gullplata að ná fimm þúsund eintökum. Þetta er gífurlegt tap ef þetta er svona mikið,“ segir hann og er afar ósáttur við þessa þróun. „Ef það er hægt að „dánlóda“ allri músík eða því sem er í sjónvarpi þá er þetta mjög slæmt. Þetta eru launin okkar listamanna og ef það er tekið af okkur svona þá er það ansi slæmt. Það þarf að stoppa þetta af og hafa eftirlit með þessu.“ Laddi 6-Tugur seldist í um 23 þúsund eintökum fyrir jólin sem er met í sölu á íslenskum mynddiski. „Ég er búinn að vera í bransanum í hátt í fjörutíu ár og hef ekki séð svona tölur áður. Ég er óskaplega ánægður með það og ég óska þeim til hamingju sem hafa „dánlódað“ þessu og vona að þeir njóti vel.“ Konstantin Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu sem gefur út Laddi 6-Tugur, segir að mikil óánægja sé með hið ólöglega niðurhal. „Það hefur verið ákveðið samkomulag um að hlaða ekki niður íslensku efni en það hefur aldeilis ekki verið með þetta. Þetta hefur breyst mjög mikið og það er mjög mikið um ólöglegt niðurhal á íslensku efni,“ segir Konstantin. Spurður segir hann ómögulegt að segja til um hvort diskurinn hefði selst í sex þúsund fleiri eintökum ef honum hefði ekki verið lekið á Netið. „Ég get ekki fullyrt um neitt slíkt en auðvitað vitum við að niðurhal er ekki af hinu góða, það er alveg klárt mál.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira