Laddi í skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals 3. janúar 2009 00:01 Mynddiskurinn Laddi 6-Tugur hefur verið vinsæll meðal netverja sem hafa hlaðið honum ólöglega niður mörg þúsund sinnum. fréttablaðið/heiða Skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals á DVD-diski sínum Laddi 6-Tugur sem var gefinn út fyrir jól. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa hátt í sex þúsund manns hlaðið disknum niður af Netinu, þar á meðal af heimasíðunni Viking Bay. „Ég vil endilega gera eitthvað í þessu. Ef þetta er svona mikið held ég að það sé grundvöllur fyrir því að krefjast skaðabóta,“ segir Laddi, sem er staddur erlendis í fríi. „Ég ætla að tala við þá þegar ég kem heim.“ Þegar Laddi frétti fyrst af niðurhalinu höfðu 1200 manns hlaðið disknum niður á tiltölulega skömmum tíma. Hafði hann þá samband við starfsmenn Viking Bay og krafðist þess að þetta yrði stöðvað. Það var gert í einn dag en niðurhalið hófst svo aftur eins og ekkert hefði í skorist. „Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að stoppa svona lagað. Maður skilur þetta ekki,“ segir hann. „Sex þúsund eintök er gríðarlegt. Það þýddi alltaf gullplata að ná fimm þúsund eintökum. Þetta er gífurlegt tap ef þetta er svona mikið,“ segir hann og er afar ósáttur við þessa þróun. „Ef það er hægt að „dánlóda“ allri músík eða því sem er í sjónvarpi þá er þetta mjög slæmt. Þetta eru launin okkar listamanna og ef það er tekið af okkur svona þá er það ansi slæmt. Það þarf að stoppa þetta af og hafa eftirlit með þessu.“ Laddi 6-Tugur seldist í um 23 þúsund eintökum fyrir jólin sem er met í sölu á íslenskum mynddiski. „Ég er búinn að vera í bransanum í hátt í fjörutíu ár og hef ekki séð svona tölur áður. Ég er óskaplega ánægður með það og ég óska þeim til hamingju sem hafa „dánlódað“ þessu og vona að þeir njóti vel.“ Konstantin Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu sem gefur út Laddi 6-Tugur, segir að mikil óánægja sé með hið ólöglega niðurhal. „Það hefur verið ákveðið samkomulag um að hlaða ekki niður íslensku efni en það hefur aldeilis ekki verið með þetta. Þetta hefur breyst mjög mikið og það er mjög mikið um ólöglegt niðurhal á íslensku efni,“ segir Konstantin. Spurður segir hann ómögulegt að segja til um hvort diskurinn hefði selst í sex þúsund fleiri eintökum ef honum hefði ekki verið lekið á Netið. „Ég get ekki fullyrt um neitt slíkt en auðvitað vitum við að niðurhal er ekki af hinu góða, það er alveg klárt mál.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals á DVD-diski sínum Laddi 6-Tugur sem var gefinn út fyrir jól. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa hátt í sex þúsund manns hlaðið disknum niður af Netinu, þar á meðal af heimasíðunni Viking Bay. „Ég vil endilega gera eitthvað í þessu. Ef þetta er svona mikið held ég að það sé grundvöllur fyrir því að krefjast skaðabóta,“ segir Laddi, sem er staddur erlendis í fríi. „Ég ætla að tala við þá þegar ég kem heim.“ Þegar Laddi frétti fyrst af niðurhalinu höfðu 1200 manns hlaðið disknum niður á tiltölulega skömmum tíma. Hafði hann þá samband við starfsmenn Viking Bay og krafðist þess að þetta yrði stöðvað. Það var gert í einn dag en niðurhalið hófst svo aftur eins og ekkert hefði í skorist. „Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að stoppa svona lagað. Maður skilur þetta ekki,“ segir hann. „Sex þúsund eintök er gríðarlegt. Það þýddi alltaf gullplata að ná fimm þúsund eintökum. Þetta er gífurlegt tap ef þetta er svona mikið,“ segir hann og er afar ósáttur við þessa þróun. „Ef það er hægt að „dánlóda“ allri músík eða því sem er í sjónvarpi þá er þetta mjög slæmt. Þetta eru launin okkar listamanna og ef það er tekið af okkur svona þá er það ansi slæmt. Það þarf að stoppa þetta af og hafa eftirlit með þessu.“ Laddi 6-Tugur seldist í um 23 þúsund eintökum fyrir jólin sem er met í sölu á íslenskum mynddiski. „Ég er búinn að vera í bransanum í hátt í fjörutíu ár og hef ekki séð svona tölur áður. Ég er óskaplega ánægður með það og ég óska þeim til hamingju sem hafa „dánlódað“ þessu og vona að þeir njóti vel.“ Konstantin Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu sem gefur út Laddi 6-Tugur, segir að mikil óánægja sé með hið ólöglega niðurhal. „Það hefur verið ákveðið samkomulag um að hlaða ekki niður íslensku efni en það hefur aldeilis ekki verið með þetta. Þetta hefur breyst mjög mikið og það er mjög mikið um ólöglegt niðurhal á íslensku efni,“ segir Konstantin. Spurður segir hann ómögulegt að segja til um hvort diskurinn hefði selst í sex þúsund fleiri eintökum ef honum hefði ekki verið lekið á Netið. „Ég get ekki fullyrt um neitt slíkt en auðvitað vitum við að niðurhal er ekki af hinu góða, það er alveg klárt mál.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein