Lífið

Fílaði að vera fíflaður í Skaupinu

Hlynur Áskelsson.
Hlynur Áskelsson.

Vísir hafði samband við söngvarann Hlyn Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4, og spurði hvernig honum fannst Áramótaskaupið í ár.

„Ég var að fíla það alla leið að vera fíflaður í Skaupinu. Hey það var gert grín að mér, Merzedes Club og Páli Óskari sem að segir okkur að þetta eru heitustu listamennirnir í dag og þeir eftirminnilegustu frá árinu sem leið. Ekki slæmur árangur hjá Merzedes Club sem er rétt búinn að klára sitt fyrsta starfsár í bransanum," segir Hlynur.

„Annars fannst mér Guðjón Davíð Karlsson leikari ná að draga fram fegurð mína og kynþokka af nákvæmni og fagmennsku."

„Hann (Guðjón) er orðinn uppáhalds leikarinn minn og ég er ekki í nokkrum vafa um að framtíð hans í bransanum sé björt og stjörnum stráð. Hann á eftir að fá meira að gera næstu áratugina við að stæla mig heldur en Örn Árna við að leika Davíð Oddsson."

Strengir þú áramótaheit í ár? „Ég strengi þau alltaf og stend við þau. Enda agaður í mínu úber germanska eðli. Þetta verður ár kynþokka og fegurðar fyrir mig, enda er ég með rísandi hold í meyju en ekki hrút. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs mun ég standa uppi sem kynþokkafyllsti maður Íslands. Og það leikur ekki nokkur vafi á að það muni ekki ganga eftir," segir Hlynur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.