Lífið

Silfurdrengirnir menn ársins á Stöð 2

Guðmundur Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson tóku við viðurkenningunni í gær.
Guðmundur Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson tóku við viðurkenningunni í gær. MYND/EGILL

Fréttastofa Stöðvar tvö valdi handboltalandslið karla Menn ársins 2008. Handboltalandsliðið vann sem kunnugt er til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í sumar og var þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar komust á verðlaunapall í hópíþrótt á Ólympíuleikum.

Til stóð að kynna valið og afhenda fulltrúum landsliðins viðurkenninguna í beinni útsendingu í Kryddsíld Stöðvar tvö á Hótel Borg í gær en það tókst ekki, því eins og fram hefur komið í fréttum, rofnaði útsendingin vegna skemmdarverka mótmælenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.