Lífið

Shepard fullur á of miklum hraða

Sam Shepard
Sam Shepard
Leikarinn og handritshöfundurinn Sam Shepard var handtekinn í gærmorgun grunaður um ölvun við akstur í bænum Normal í Illinois í Bandaríkjunum. Leikarinn sagði lögreglu að hann hefði komið við á krá á leið sinni upp á hótel.

Hinn 65 ára gamli Shepard var með tvöfalt magn leyfilegs alkóhól í blóði þegar hann var stöðvaður fyrir of hraðann akstur. Hann sagðist einnig vera á leið til Kentucky þar sem hann býr.

Shepard á tvö börn með leikkonunni Jessicu Lange og hefur leikið í fjölmörgum vinsælum kvikmyndum. Meðal annars lék hann í Note book og Blackhawk Down.

Shepard fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni, Run for her life, sem Baltasar Kormákur leikstýrir og var tekin upp í Nýju-Mexíkó í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.