Lífið

Kata Jakobs og eiginmaður skrifuðu um uppeldi fyrir umhverfið

Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir.
Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir.

Uppeldi fyrir umhverfið er titill á nýrri bók sem Katrín Jakobsdóttir þingmaður þýddi ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Sigvaldasyni. Bókin kom út í desember.

Gunnar segir að útgefandinn, Hildur Hermóðsdóttir hjá Sölku, hafi beðið þau að þýða bókina. „Síðan erum við með tvö lítil börn og fannst vanta bók sem þessa á íslenskan markað. Barnavörur eru stór og dýr neysluvara í okkar þjóðfélagi og bókin er góð leiðsögn fyrir þá sem vilja draga úr neyslu en um leið auka lífsgæði barna," segir Gunnar í samtali við Vísi.

Gunnar segir að bókin fjalli í grundvallaratriðum um það hvernig maður getur verið umhverfisvætt foreldri, til að mynda með því að endurnýta notaða hluti, kaupa umhverfisvænni og siðlegri barnavörur og búa sem mest til sjálfur. „Bókin gefur svo upp ákveðna valmöguleika, frá ljósgrænu upp í dökkgrænt, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þannig lagt sitt að mörkum til að bæta umhverfið og vera siðlegri. Einnig er þetta hagnýt bók í kreppunni þar sem mörg ráð í bókinni eru einnig sparnaðarráð," segir Gunnar.

Gunnar segir að þau hjónin hafi nýtt sumarfrí í að þýða bókina. Þau hafi því ekki þurft að taka tíma frá öðrum störfum sínum í þýðinguna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.