Lífið

Ólafur himinlifandi með Skaupið

Ólafur var ákaflega sáttur með Skaupið; fjölskyldan hefði þó viljað sjá Kjartan aðeins bragglegri og myndarlegri.
Ólafur var ákaflega sáttur með Skaupið; fjölskyldan hefði þó viljað sjá Kjartan aðeins bragglegri og myndarlegri. fréttablaðið/valli

„Það var nú kvartað undan því á mínu heimili að Kjartan [Guðjónsson] hefði mátt vera bragglegri og myndarlegri. En annars var ég mjög sáttur við Skaupið; það besta í áraraðir,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Ólafur segist ekki hafa undirbúið sig eitthvað sérstaklega undir Skaupið, hann sé með fínt sjálfstraust og samviskuna í lagi á nýju ári.

Eins og frægt er orðið var Ólafur ákaflega ósáttur við umfjöllun Spaugstofunnar um sig og sína persónu í frægum þætti um borgarstjórnarmálin. En nú var annað uppi á teninginum og Ólafi þótti Skaupið alveg ótrúlega gott. Og þá sérstaklega sá kafli sem laut að borgarstjórnarmálunum en hann var nefndur „Gauragangur í borginni“. „Ég er nú vanur því að vera sýndur sem einhver fáráðlingur en þarna fannst mér skína í gegn hverjir væru hinir raunverulegu fáráðlingar,“ segir Ólafur og vísar þar í Sjálfstæðisflokkinn.

Og borgarstjórnarfulltrúinn telur Skaupið hafa verið gert af meiri fagmennsku en mörg undanfarin ár. „Þarna voru fantagóðir leikarar og augljóslega mikið lagt í verkið. Og þegar upp er staðið þá skilaði ádeilan sem alltaf fylgir gríni því að fólkið í borginni sá að Sjálfstæðisflokkurinn er hinn raunverulegi fáráðlingur,“ segir Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.