Lífið

Bestu myndir ársins

Kate Winslet og Leonardo DiCaprio leiða saman hesta sína á ný en þau léku síðast saman í myndinni Titanic árið 1997.
Kate Winslet og Leonardo DiCaprio leiða saman hesta sína á ný en þau léku síðast saman í myndinni Titanic árið 1997.

Kvikmyndarýnar í Bretlandi hafa greint frá því hvaða kvikmyndir sé nauðsynlegt að sjá á árinu 2009.

Telegraph velur fimm kvikmyndir sem nauðsynlegt er að sjá á árinu. Efst á blaði er Revolutionary Road þar sem Leonardo DiCaprio og Kate Winslet leika saman á ný. Það er leikstjórinn Sam Mendes sem leikstýrir myndinni sem er gerð eftir 48 ára gamalli skáldsögu Richards Yates.

Önnur myndin er ný mynd eftir Woody Allen sem ber nafnið Vicky Cristina Barcelona. Scarlett Johansson, Penelope Cruz og Javier Bardem leika aðalhlutverkin í myndinni.

Slumdog Millionaire er nýjasta mynd Danny Boyle, sem gerði myndir eins og Trainspotting og 28 days later. Hún hefur þegar fengið mikið lof, en hún fjallar um fátækan ungling frá Mumbai sem tekur þátt í indverska Viltu vinna milljón?-þættinum.

Michelle Williams þykir túlka hlutverk sitt í myndinni Wendy og Lucy með eindæmum vel, en myndin er önnur mynd Kelly Reichardt.

Loks þykir kvikmyndarýnum Telegraph vert að benda á nýjustu Disney-teiknimyndina. Hún heitir Bolt og skartar rödd Johns Travolta. Myndin fjallar um hund sem heldur að hann hafi ofurkrafta og vini hans, gamlan kött og hamstur.

Ný mynd Woody Allen sendir frá sér mynd á árinu. Hún gerist í Barcelona og þykir betri en síðustu myndir hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.