Lífið

Vesturport tekur Dubbeldusch aftur til sýninga

Úr sýningunni Dubbeldusch.
Úr sýningunni Dubbeldusch.

Vesturport tekur aftur til sýninga Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson frá og með 10 janúar n.k.

Nokkrum sinnum á lífsleiðinni gerast atburðir í lífi okkar sem breyta öllu.

Í kvöld kemur einkasonurinn í sumarbústað fjölskyldunnar og kynnir nýja unnustu fyrir foreldrum sínum. Smátt og smátt rennur upp fyrir föðurnum að með komu stúlkunnar knýr fortíðin dyra, þrjátíu ára gamalt leyndarmál sem hann hefur reynt að gleyma. Þá stóð hann frammi fyrir erfiðu vali og enn þann dag í dag veit hann ekki hvort hann valdi rétt.

Björn Hlynur er höfundur og leikstjóri verksins og Hilmar Jónsson leikur aðalhlutverkið en hann hefur ekki leikið að ráði á sviði síðan blómlegur leikstjórnarferill hans hófst. Það er við hæfi að Dubbeldusch verður sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu,sem Hilmar kom á fót við annan mann og sem hefur lagt rækt við íslenska leikritun frá stofnum árið 1996.

Leikritið var frumsýnt í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og gekk fyrir fullu húsi norðan heiða.

Höfundur og leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson. Leikmynd og búningar:

Börkur Jónsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist og hljóðmynd: Frank Hall. Leikarar: Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Davíð Guðbrandsson, María Heba Þorkelsdóttir, Kristjana Skúladóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.