Lífið

Trymbill sest í leikstjórastól

Kreppan hefur ekki einungis neikvæð áhrif á land og þjóð og virðist sem margir hafi ákveðið að setjast á skólabekk á ný í kjölfar hennar. Frosti Jón Runólfsson, trymbill hljómsveitarinnar Esju, er á meðal þeirra og stundar hann nú nám við Kvikmyndaskóla Íslands og ber því vel söguna.

Lífið

Gefa út tónleikadisk

Hljómsveitin Blur er komin aftur á stjá og heldur tvenna tónleika í Hyde Park í London í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir verða gefnir út í takmörkuðu upplagi á geisladiskum og í stafrænu formi og verður hægt að kaupa þá í gegnum heimasíðuna Blur.co.uk. Hægt verður að kaupa tónleikadiskinn með hvoru kvöldi fyrir sig eða báða í einu ásamt ljósmyndum frá tónleikunum. Blur er í fínu formi eftir að hafa lokið Glastonbury-hátíðinni á Englandi um síðustu helgi með glæsibrag. Sveitin spilaði lög frá öllum ferli sínum, þar á meðal There"s No Other Way, Parklife, Country House og Song 2, við góðar undirtektir.

Lífið

Í hættulegustu borg Indlands

Magnús Atli Magnússon á þrjá mánuði eftir af kvikmyndatökunámi sínu á Indlandi. Magnús er einn þriggja Evrópubúa í Asian Academy of Film and Television í Noida, nágrannaborg Delí. Hann segist hvorki hrifinn af borginni né Bollywood, en námið sé gott.

Lífið

Flóran ein flottasta bók Evrópu

Bók Eggert Péturssonar, Flóra Íslands, fékk silfurverðlaun í keppni evrópskra hönnuða og auglýsingastofa sem fram fór í Barcelona í júní síðastliðnum. Það voru þær Snæfríður Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir sem hlutu þessi verðlaun en þær höfðu áður hlotið verðlaun FÍT í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla fyrir þessa bók. „Þetta er alveg glæsilegt og árangurinn þýðir að við getum sent bókina í enn stærri keppni,“ segir Hörður Lárusson, formaður FÍT.

Lífið

Unnur Birna og Herdís leika á móti Ladda

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru tökur hafnar á kvikmyndinni Jóhannes sem skartar þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Ladda í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnar Bjarnason og var tökuliðið statt í Breiðholtinu í gær. Um fjölskyldumynd er að ræða en hún segir frá degi í lífi manns þar sem allt fer öðruvísi en ætlað var. Þetta er fyrsta kvikmynd Þorsteins í fullri lengd og því kom mörgum á óvart að honum skyldi takast að fá bæði Ladda og Stefán Karl í mynd til sín.

Lífið

Spánn breytti lífi Paltrow

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að Spánn hafi breytt lífi hennar og landið hafi orðið hennar annað heimili eftir að hún bjó þar á unglingsárum sínum. Núna heimsækir hún landið að minnsta kosti einu sinni á ári og leggur áherslu á að börnin hennar Apple og Moses, sem hún á með popparanum Chris Martin, læri tungumálið í leiðinni.

Lífið

EP-plata og tónleikaplata

Hljómsveitin R.E.M. gefur hinn 7. júlí út fjögurra laga EP-plötu sem nefnist Reckoning Songs from the Olympia. Á henni eru lög af plötunni Reckoning frá árinu 1984 sem voru tekin upp á tónleikum í Dublin fyrir tveimur árum. Þessi EP-plata tengist tveimur öðrum útgáfum frá R.E.M., annars vegar tveggja diska endurútgáfu af Reckoning sem kom út fyrir skömmu og tvöfaldri tónleikaplötu, Live at the Olympia, sem er væntanleg í haust. Á henni verða lög sem voru einnig tekin upp í Dublin fyrir tveimur árum. R.E.M. er þessa dagana að undirbúa nýja hljóðversplötu sem mun fylgja eftir Accelerate.

Lífið

Enduruppgötvaði Michael Jackson

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðustu viku þá hefur verslunin Fígúra við Skólavörðustíg verið að selja sérstaka stuttermaboli til heiðurs poppgoðinu Michael Jackson. Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi verslunarinnar, segir bolina hafa vakið nokkra athygli, sérstaklega meðal ferðamanna. „Hingað komu tveir Spánverjar sem höfðu þá ekki frétt af andláti Jacksons og þeir urðu því mjög hissa og nokkuð miður sín þegar þeir sáu bolina og fengu að vita að goðið væri látið,“ segir Guðjón sem hefur að eigin sögn enduruppgötvað tónlist Michaels Jackson. „Daginn eftir andlátið ákvað ég að leika aðeins Michael Jackson lög hér í versluninni og uppgötvaði fullt af lögum sem ég hafði ekki heyrt áður.“

Lífið

Bræðingur úr öllum áttum

Platan Form Follows með Tonik kom út nýverið og er hún fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum netsins, þar á meðal iTunes, Bandcamp og Gogoyoko. Tonik er hugarfóstur raftónlistarmannsins Antons Kaldals Ágústssonar og við gerð plötunnar fékk hann til liðs við sig þá Friðrik Sigurbjörn Friðriksson og Steingrím Þórarinsson á bassa og Þórð Hermannsson á selló. Anton segir að gaman hafi verið að vinna með þeim félögum. „Ég er alls ekki að segja að það sé nauðsynlegt að það sé lifandi hljóðfæri í lögunum en á móti kemur að það kemur oft mjög skemmtilegur kontrast í lagið,“ segir hann.

Lífið

Dansvænt og dúnmjúkt

Franska hljómsveitin Phoenix hefur fengið mikið lof fyrir sína fjórðu plötu sem kom út á dögunum. Dansvænt og dúnmjúkt poppið er þar allsráðandi.

Lífið

Hótaði lækni lífláti

Hollenska fyrirsætan Karen Mulder var handtekin í París fyrir stuttu fyrir að hóta lækni lífláti. Fyrir­sætan vildi að lýtalæknir hennar lagfærði aðgerð sem hann hafði gert á henni en læknirinn, sem er kona, neitaði að verða við ósk hennar. Mulder hringdi þá ítrekað í lækninn og hótaði henni lífláti. „Hún öskraði og æpti í símann og var mjög æst. Hún hringdi ítrekað í lækninn, sem var orðin mjög skelkuð,“ var haft eftir einum lögreglumanni sem vann að málinu. Mulder hætti fyrirsætustörfum árið 1998, þá á hátindi ferils síns, og sagði að henni hefði ávallt þótt óþægilegt að láta mynda sig. Árið 2001 brotnaði hún niður í sjónvarpsviðtali þar sem hún sakaði föður sinn um að hafa dáleitt sig sem barn. Hún sagði jafnframt að nafntogað fólk innan tískubransans hefði hana sem kynlífsþræl.

Lífið

Snæddu kvöldverð

Nýlega sást til leikaranna Renée Zellweger og Bradley Cooper, sem fer með hlutverk í kvikmyndinni The Hangover, þar sem þau snæddu kvöldverð saman og létu vel hvort að öðru. „Hann kyssti hana á handarbakið þegar hann vísaði henni til sætis. Þau voru of náin til að geta talist aðeins vinir. Þau hvísluðu og hlógu allt kvöldið,“ sagði sjónarvottur. Fyrir ekki svo löngu héldu fjölmiðlar að Bradley þessi og leikkonan Jennifer Aniston væru að stinga saman nefjum. Bradley gaf svo frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem hann sagði að Aniston og hann væru aðeins góðir vinir.

Lífið

Courtney Love of grönn

Söngkonan Courtney Love sagði nýverið í viðtali að hún væri orðin of grönn. „Ég veit að ég er orðin of grönn. Ég veit að ég þarf að taka mig á. Ég ætla mér að bæta á mig nokkrum kílóum í þessum mánuði og mig dauðlangar að fitna aðeins. Mér finnst ég líta betur út þegar ég er með eitthvað utan á mér. Læknirinn minn er búinn að sjá til þess að ég fái vítamínsprautur og sagði mér að byrja að borða vel og stunda líkamsrækt,“ sagði söngkonan. Hún kennir stressi um þyngdar­tapið og segir að síðustu mánuðir hafi verið henni mjög erfiðir.

Lífið

Bob Dylan á Beastie-plötu

Goðsögnin Bob Dylan verður í gestahlutverki á næstu plötu Beastie Boys, Hot Sauce Committee, sem kemur út 15. september. Ekki er um hefðbundið samstarf að ræða heldur hefur bútur úr Dylan-lagi verið sniðinn inn í eitt lag á plötunni. Dylan mun vera mikill aðdáandi Beastie Boys og hrósaði piltunum nýverið í útvarpsþætti sínum fyrir húmor þeirra og skemmtilega texta. „Hann spilaði eitt af lögunum okkar og talaði um okkur,“ sagði Ad-Rock úr Beastie Boys. „Hann er mikill aðdáandi.“ Á meðal annarra gesta á plötunni verða Nas og Santigold.

Lífið

Þarf að rífa sólstofuna

Popparinn og Íslandsvinurinn Cliff Richard er með böggum hildar eftir að honum var skipað að rífa sólstofu sem hann hafði reist við hús sitt í Surrey. Byggingaryfirvöld þar um slóðir könnuðust ekki við að hafa veitt leyfi fyrir sólstofunni og hafa skipað hinum aldna söngvara að rífa hana.

Lífið

Siggi Hlö opnar sig

Í kvöld í sjónvarpsþættinum Ísland í dag opnar plötusnúðurinn Siggi Hlö sig en hann gaf nýlega út diskinn „Veistu hver ég var" sem inniheldur öll bestu lög áttunda áratugarins. Þá útskýra leikararnir Rúnar Freyr og Jóhann Þór fyrir áhorfendum af hverju karlmenn kunna ekki að versla skó, og að konur hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Einnig verður óhugnanlegt myndband hljómsveitarinnar Berndsen þar sem blóð kemur mikið við sögu sýnt.

Lífið

Ragnhildur í spjallþætti Tom Green þegar Jackson dó

Kanadíski spéfuglinn, þáttastjórnandinn og tónlistarmaðurinn Tom Green er þekktur fyrir flest annað en lognmollu eins og þeir vita mætavel sem fylgdust með þáttum hans á MTV hér áður fyrr og nú þættinum Tom Green´s House Tonight sem sendur er út á Netinu.

Lífið

Skjólstæðingur Bubba leikur vöðvatröll á Akureyri

„Ég hélt eiginlega að það væri verið að grínast í mér þegar þau hringdu. Ég hló bara,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari. Eyþór hefur verið ráðinn í hlutverk Rockys í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Rocky Horror Picture Show næsta vetur. Rocky er hinn fullkomni karlmaður sem Frank N Furter skapar og sprangar hálfber um sviðið í sýningunni. Eyþór skilur ekki alveg hvernig leikhúsfólk á Akureyri sá hann fyrir sér í hlutverkinu. „Ég hlýt að sjá mig eitthvað í röngu ljósi. Ætli ég verði ekki að fara að pumpa,“ segir hann hress í bragði.

Lífið

Jörundur fastráðinn í Borgarleikhúsið

Jörundur Ragnarsson leikari hefur ráðið sig til tveggja ára hjá Borgarleikhúsinu. „Það leggst bara æðislega vel í mig,“ segir Jörundur. „Borgarleikhúsið er að gera góða hluti, fram undan eru frábær verkefni og ótrúlega spennandi vetur. Ég hlakka mikið til.“

Lífið

Dauði Jacksons verður sirkus

Afþreyingarheimurinn í Bandaríkjunum hefur staðið kyrr síðan Michael Jackson lést á fimmtudaginn úr hjartaáfalli. Enda snýst allt um andlát poppguðsins.

Lífið

Íslenskt forrit á heimsmarkað

Jón Eðvald Vignisson stofnaði, ásamt nokkrum félögum sínum, lítið hugbúnaðarfyrirtæki, fyrir einu og hálfu ári. Í dag vinna tólf manns hjá fyrirtækinu og stefnt er með afraksturinn, Clöru, á erlendan markað næsta haust.

Lífið

Miði eða minjagripur

Þeir aðdáendur Michaels Jackson sem keyptu miða á endurkomutónleika hans í London geta fengið miðann sinn endurgreiddan eða fengið sendan til sín miða sem minjagrip.

Lífið

Salander kemur til Íslands

Sænska leikkonan, Noomi Rapace, sem leikur tölvuþrjótinn Lisbeth Salander í kvikmyndinni Karlar sem hata konur, verður viðstödd frumsýningu myndarinnar þann 22. júlí í Smárabíói. Noomi, sem á íslenskan stjúpföður og er altalandi á íslensku, hyggst eyða nokkrum dögum hér á landi ásamt fjölskyldu, en með henni í för verða börnin hennar tvö og maðurinn hennar, leikarinn Ole Rapace, sem aðdáendur sjónvarpsþáttarins Önnu Pihl ættu að kannast við í hlutverki Daníels.

Lífið

Sara Marti lærir leikstjórn í London

Sara Marti Guðmundsdóttir leikkona ætlar í leikstjórnarnám í Central School of Speach and Drama í London í október. Hún sleppir því hlutverki sínu í uppsetningu Þjóðleikhússins á Fridu, en sýningar byrja í haust. Sara er ein af fjórum sem fengu inngöngu í leikstjórn en alls verða 20 manns með henni í mastersnámi á hinum ýmsu sviðum leiklistar. Mörg þúsund manns sækja um inngöngu ár hvert.

Lífið

Spacey pirraður

Leikarinn Kevin Spacey er orðinn pirraður á sífelldum sögusögnum um andlát fræga fólksins. Eftir að Michael Jackson og leikkonan Farrah Fawcett létust í síðustu viku hefur farið orðrómur í gang um dauða Jeff Goldblum, Britney Spears og George Clooney. Sagt var að Goldblum hefði látist á Nýja Sjálandi við tökur á sinni nýjustu mynd, en upplýsingafulltrúi hans var fljótur að vísa fregnunum til föðurhúsanna.

Lífið

Syngja fyrir afslappaða þjóð

„Þetta er stuttur og góður túr. Við erum farnir að gera þetta á hverju sumri,“ segir Kristján Kristjánsson, KK, sem er á leið í tónleikaferð um landið með Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa af Ferðalagaplötum þeirra þremur í einum veglegum pakka ásamt söngvabók með öllum textunum og gítargripunum.

Lífið

Lík Jacksons flutt á Neverland á fimmtudag

Lík Michaels Jacksons verður flutt á Neverland búgarðinn á fimmtudagsmorgun en konungurinn verður kistulagður daginn eftir. Hann verður svo jarðsunginn á sunnudag eftir því sem slúðurvefsíðan TMZ heldur fram.

Lífið

Vita fátt betra en hjólhýsin

Í kvöld heimsækir sjónvarpsþátturinn Ísland í dag elsta hjólhýsahverfi landsins sem fer vaxandi en gríðarleg vinna hefur verið lögð í lóðirnar í hverfinu. Áhorfendur fá að kíkja inn í nokkur hjólhýsanna þar sem rætt er við heimamenn sem vita fátt betra en hjólhýsin. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2.

Lífið