Dauði Jacksons verður sirkus 1. júlí 2009 05:15 Dauði Michaels Jackson hefur einokað forsíður slúðurblaðanna og sumar fréttirnar eru lyginni líkastar. Nordic Photos/Afp Afþreyingarheimurinn í Bandaríkjunum hefur staðið kyrr síðan Michael Jackson lést á fimmtudaginn úr hjartaáfalli. Enda snýst allt um andlát poppguðsins. Raunar er óvinnandi vegur að hlaupa yfir allar fréttir um Michael Jackson sem búið er að birta á netinu. Sumar eru lyginni líkastar því strax eru komnar fram samsæris-kenningar um að Jackson hafi sviðsett eigin dauðdaga. Hann hafi verið orðin svo stressaður yfir öllu tónleikahaldinu sem framundan var og ákveðið að láta sig hverfa. Þær eru öllu alvarlegri fréttirnar sem berast af heittrúuðum aðdáendum Jacksons, og þeir eru þó nokkrir, en Sky-fréttastofan greindi frá því í gær að tólf Jackson-aðdáendur hefðu svipt sig lífi í kjölfar fréttanna um dauða Jackos. Fjölmiðlar hafa einnig verið iðnir við kolann í tilraunum sínum til að varpa ljósi á hvers vegna söngvarinn fékk hjartaáfall svona skyndilega. Flestir hallast að því að Jackson hafi misnotað ýmis konar verkjalyf en hann keypti slíkar pillur fyrir þrjátíu þúsund pund í hverri viku, sem eru litlar sex milljónir íslenskar, samkvæmt breska blaðinu The Sun. Blaðið bendir jafnframt á þá staðreynd að Jackson hafi verið stórskuldugur maður; skuldahalinn hafi numið 300 milljónum bandaríkjadala eða 38 milljörðum íslenskra króna. Söngvarinn hafi átt erfitt með að fá lán hjá lánardrottnum sínum og því samið um að fara í This is it-tónleikaferðina upp í skuldirnar. „Þetta álag varð honum ofviða,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Fjölmiðlar búast einnig við skrautlegri sýningu frá Jackson-fjölskyldunni. Og sumir hafa jafnvel gengið svo langt að saka Joe Jackson, föður Michaels, um að reyna að græða á athyglinni sem fjölskyldan hefur fengið eftir að óskabarnið dó. Tilkynnt hefur verið að Katherine Jackson, móðir Michaels, hafi yfirumsjón með eignum sonar síns og börnum þar til lögfræðingar hafa yfirfarið erfðarskrána og að faðir hans verði gerður arflaus. Þá er talið líklegt að systir hans, Janet, muni fá það vandasama hlutverk að ala börnin upp. Debbie Rowe, móðir Paris og Prince Jackson, hefur reynt árangurslaust að ná tali af fjölskyldu Michaels en hún vill sem minnst af Rowe vita. Debbie hefur hins vegar tilkynnt að hún muni reyna að fá forræðið yfir börnunum fyrir dómstólum. Að endingu er rétt að geta þess að bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Jackson kunni að verða grafinn í glerkistu og að Madonna, poppdrottningin sjálf, muni standa fyrir minningartónleikum um þennan fallna starfsbróður sinn. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Afþreyingarheimurinn í Bandaríkjunum hefur staðið kyrr síðan Michael Jackson lést á fimmtudaginn úr hjartaáfalli. Enda snýst allt um andlát poppguðsins. Raunar er óvinnandi vegur að hlaupa yfir allar fréttir um Michael Jackson sem búið er að birta á netinu. Sumar eru lyginni líkastar því strax eru komnar fram samsæris-kenningar um að Jackson hafi sviðsett eigin dauðdaga. Hann hafi verið orðin svo stressaður yfir öllu tónleikahaldinu sem framundan var og ákveðið að láta sig hverfa. Þær eru öllu alvarlegri fréttirnar sem berast af heittrúuðum aðdáendum Jacksons, og þeir eru þó nokkrir, en Sky-fréttastofan greindi frá því í gær að tólf Jackson-aðdáendur hefðu svipt sig lífi í kjölfar fréttanna um dauða Jackos. Fjölmiðlar hafa einnig verið iðnir við kolann í tilraunum sínum til að varpa ljósi á hvers vegna söngvarinn fékk hjartaáfall svona skyndilega. Flestir hallast að því að Jackson hafi misnotað ýmis konar verkjalyf en hann keypti slíkar pillur fyrir þrjátíu þúsund pund í hverri viku, sem eru litlar sex milljónir íslenskar, samkvæmt breska blaðinu The Sun. Blaðið bendir jafnframt á þá staðreynd að Jackson hafi verið stórskuldugur maður; skuldahalinn hafi numið 300 milljónum bandaríkjadala eða 38 milljörðum íslenskra króna. Söngvarinn hafi átt erfitt með að fá lán hjá lánardrottnum sínum og því samið um að fara í This is it-tónleikaferðina upp í skuldirnar. „Þetta álag varð honum ofviða,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Fjölmiðlar búast einnig við skrautlegri sýningu frá Jackson-fjölskyldunni. Og sumir hafa jafnvel gengið svo langt að saka Joe Jackson, föður Michaels, um að reyna að græða á athyglinni sem fjölskyldan hefur fengið eftir að óskabarnið dó. Tilkynnt hefur verið að Katherine Jackson, móðir Michaels, hafi yfirumsjón með eignum sonar síns og börnum þar til lögfræðingar hafa yfirfarið erfðarskrána og að faðir hans verði gerður arflaus. Þá er talið líklegt að systir hans, Janet, muni fá það vandasama hlutverk að ala börnin upp. Debbie Rowe, móðir Paris og Prince Jackson, hefur reynt árangurslaust að ná tali af fjölskyldu Michaels en hún vill sem minnst af Rowe vita. Debbie hefur hins vegar tilkynnt að hún muni reyna að fá forræðið yfir börnunum fyrir dómstólum. Að endingu er rétt að geta þess að bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Jackson kunni að verða grafinn í glerkistu og að Madonna, poppdrottningin sjálf, muni standa fyrir minningartónleikum um þennan fallna starfsbróður sinn.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira