Lífið

Þarf að rífa sólstofuna

Sár og svekktur eftir að honum var skipað að rífa sólstofuna sína.Fréttablaðið/Anton
Sár og svekktur eftir að honum var skipað að rífa sólstofuna sína.Fréttablaðið/Anton

Popparinn og Íslandsvinurinn Cliff Richard er með böggum hildar eftir að honum var skipað að rífa sólstofu sem hann hafði reist við hús sitt í Surrey. Byggingaryfirvöld þar um slóðir könnuðust ekki við að hafa veitt leyfi fyrir sólstofunni og hafa skipað hinum aldna söngvara að rífa hana.

Cliff hafði verið sagt að hann þyrfti ekki leyfi fyrir byggingunni en annað kom á daginn. Þegar hann svo sótti um fékk hann þennan úrskurð í andlitið. Cliff var svo ánægður þegar sólstofan var byggð fyrir þremur árum að hann sendi þakkarbréf til byggingarfyrirtækisins sem sá um verkið. Sólstofan kostaði um sex milljónir króna. Cliff hyggst andmæla þessum úrskurði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.