Lífið

Bob Dylan á Beastie-plötu

Rapparnir í Beastie Boys fá aðstoð frá Bob Dylan á næstu plötu sinni.
Rapparnir í Beastie Boys fá aðstoð frá Bob Dylan á næstu plötu sinni.
Goðsögnin Bob Dylan verður í gestahlutverki á næstu plötu Beastie Boys, Hot Sauce Committee, sem kemur út 15. september. Ekki er um hefðbundið samstarf að ræða heldur hefur bútur úr Dylan-lagi verið sniðinn inn í eitt lag á plötunni. Dylan mun vera mikill aðdáandi Beastie Boys og hrósaði piltunum nýverið í útvarpsþætti sínum fyrir húmor þeirra og skemmtilega texta. „Hann spilaði eitt af lögunum okkar og talaði um okkur,“ sagði Ad-Rock úr Beastie Boys. „Hann er mikill aðdáandi.“ Á meðal annarra gesta á plötunni verða Nas og Santigold.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.