Lífið

Salander kemur til Íslands

Noomi Rapace ætlar að vera viðstödd frumsýningu Karla sem hata konur sem verður þann 22. júlí.
Noomi Rapace ætlar að vera viðstödd frumsýningu Karla sem hata konur sem verður þann 22. júlí.

Sænska leikkonan, Noomi Rapace, sem leikur tölvuþrjótinn Lisbeth Salander í kvikmyndinni Karlar sem hata konur, verður viðstödd frumsýningu myndarinnar þann 22. júlí í Smárabíói. Noomi, sem á íslenskan stjúpföður og er altalandi á íslensku, hyggst eyða nokkrum dögum hér á landi ásamt fjölskyldu, en með henni í för verða börnin hennar tvö og maðurinn hennar, leikarinn Ole Rapace, sem aðdáendur sjónvarpsþáttarins Önnu Pihl ættu að kannast við í hlutverki Daníels.

Noomi hefur ekki farið leynt með íslenska fortíð sína. Samkvæmt sænskum vefmiðlum bjó Noomi um stundarsakir á Flúðum ásamt móður sinni og afrekaði það meðal annars að leika lítið hlutverk í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Í skugga hrafnsins.

Kvikmyndin Karlar sem hata konur er byggð á metsölubók Stieg Larsson en hún hefur selst í bílförmum á Norðurlöndunum. Ísland er þar engin undantekning. Lengi vel leit reyndar út fyrir að kvikmyndin yrði ekki sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum en, sem betur fer, hafðist það fyrir horn. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.