Lífið

Áheitanúmer söfnunarinnar „Á allra vörum“ opnuð

Áheitanúmer söfnunarátaksins „Á allra vörum" voru opnuð í morgun og við sama tækifæri reið Já á vaðið og gaf 118.000 krónur í söfnunina, sem að þessu sinni er til styrktar hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra.

Lífið

Spunnið mestalla sýninguna

„Við erum allt í allt 12 sviðslistamenn sem stöndum að sýningunni, þar af tveir Íslendingar, ég og Ástþór Ágústsson," segir Vala Ómarsdóttir, en hún er hluti Bottlefed Ensamble sem sýnir Hold Me Until You Break á artFart í Iðnó. Hópurinn er staðsettur í London og hefur fengið verðlaun fyrir besta frumsamda verkið unnið af hópi á Edinborgarhátíðinni 2007 og fyrir bestu leikstjórn á Lost Theater Festival árið 2006.

Lífið

Símaperri áreitir kúnna Adams og Evu

„Trúnaður við viðskiptavini okkar er sterkasta vopnið og því er þetta litið mjög alvarlegum augum. Við erum eiginlega alveg brjáluð yfir þessu,“ segir Þorvaldur Steinþórsson, eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu.

Lífið

Mikill áhugi frá útlöndum

Búist er við því að um þrjátíu innlendir og erlendir aðilar haldi fyrirlestra á tónlistarráðstefnunni You Are In Control sem verður haldin á Hilton-hótelinu í Reykjavík dagana 23. og 24. september.

Lífið

Með sama umboðsmann og Tarantino og Burton

Íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur er kominn með nýjan umboðsmann. Sá heitir Mike Simpson og er enginn smálax í hinni stóru Hollywood, meðal skjólstæðinga hans eru Quentin Tarantino, Paul Thomas Anderson, leikstjóri Magnoliu og Boogie Nights, og Tim Burton svo einhverjir séu nefndir.

Lífið

Kaffibarsrottur keppa í fótbolta

„Þetta eru allt strákar sem tengjast Kaffibarnum, annaðhvort sem starfsfólk eða fastakúnnar. Við yngri strákarnir skoruðum á þá eldri af því þeir eru búnir að vera með svo mikinn kjaft upp á síðkastið,“ segir Helgi Guðjónsson, starfsmaður Kaffibarsins, sem skipuleggur fótboltaleik þar sem eldri kynslóð Kaffibarsdrengja mætir þeirri yngri.

Lífið

Frikki Weiss fagnar afmæli Laundromat með stæl

Athafnamaðurinn geðþekki, Friðrik Weisshappel, fagnar nú þriggja - og fimm ára afmæli kaffihúsa sinna, Laundromat, í Kaupmannahöfn. Af því tilefni býður hann gestum og gangandi að kaupa kaffibollann á þrjár krónur, á staðnum sem er þriggja ára, og fimm krónur á staðnum sem er fimm ára.

Lífið

Að svelta sig er það versta

„Það er að koma stöðugleika á mataræðið og hreyfa sig klukkutíma á dag. Það sem flestir eru að klikka á þegar þeir byrja í heilsuátaki er að ætla sér of geyst en góðir hlutir gerast hægt og þetta er lífstíll," svarar Garðar Sigvaldason líkamsræktarþjálfari aðspurður um lykil að árangri í heilsurækt. „Þeir sem falla eru þeir sem eru óþolinmóðir. Fólk þarf að komast yfir þröskuld sem ég kalla 8 vikna múrinn því þegar fólk er alveg við það að komast á gott ról þá gefst það upp. „Helgarnar eru líka mikilvægar því þær eru 30% af vikunni. Svo eru millimálin gríðarlega mikilvæg því þau jafnast á við aukabrennslu." Hvað meinar þú með millimál? „Til dæmis ávextir, léttur próteindrykkur, skyr eða skyrbúst!" Hvað með fólk sem sleppir því að borða, sveltir sig? „Það er það versta sem þú getur gert. Þá drepur þú niður alla grunnbrennslu líkamans og byrjar að fitna. Mikilvægt er að borða smáar máltíðir á þriggja tíma fresti og þannig lagað séð borðað þig granna." Sveltið er mjög slæmt. Það versta sem hægt er að gera er að svelta líkamann. Þeir sem eru verst á sig komnir er yfirleitt fólk sem er að borða einu sinni til tvisvar á dag. Það er mjög slæmt," segir Garðar ákveðinn. „Ég mæli með því að fólk skipti hreyfingunni til helminga. Lyfta tvisvar til þrisvar í viku og taka góðar brennsluæfingar að sama skapi tvisvar til þrisvar í viku og eins og ég sagði ekki fara of geyst," segir Garðar.

Lífið

Dorrit reddaði Winslet

„Margrét Dagmar spurði hvort ég gæti hjálpað sér við að fá enska leikkonu til að tala inn á myndina og það var lítið mál enda finnst mér hún hafa unnið þrekvirki við að vekja fólk til umhugsunar um einhverfu,“ segir forsetafrúin Dorrit Moussaieff.

Lífið

Fékk silfrið á Mr. Gay Europe

Magnús Jónsson, 25 ára gamall nemi í Kaupmannahöfn, hafnaði í öðru sæti í árlegri Mr. Gay Europe-keppni sem að þessu sinni var haldin í Osló. Sætið tryggir Magnúsi keppnisrétt í Mr. Gay World sem einnig verður í Osló í febrúar á næsta ári.

Lífið

Dj-veisla á Nasa

Þrettán erlendir plötusnúðar og einn íslenskur þeyta skífum á Nasa á föstudaginn. Á meðal þeirra eru Skream, Kanio, Equalizers og Solarity.

Lífið

Tarantino í efsta sætið

Stríðsmynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs um síðustu helgi. Tekjur myndarinnar námu rúmum 36 milljónum dollara, eða um 4,6 milljörðum króna, og tók hún þar með efsta sætið af geimverumyndinni District 9.

Lífið

Tvíkynhneigður kennari slær í gegn

X-Factor-söngþættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda í Bretlandi og hófst sjötta þáttaröðin þar í landi á laugardaginn. Fyrstu þættirnir eru yfirleitt misgóðir og bjuggust fáir við að sjá hugsan­legan sigurvegara stíga á svið í fyrsta þættinum.

Lífið

Vel mætt á Hjálmamynd

Heimildarmynd um hljómsveitina Hjálma var frumsýnd á föstudaginn var. Myndin er eftir Bjarna Grímsson og Frosta Jón Runólfsson og fjallar um för hljómsveitarinnar til Jamaíka.

Lífið

Arnar Grant: Feitir sleppa morgunmat

„Það er náttúrulega fyrst og fremst að hreinsa til í ísskápnum. Taka allt sem er með hátt fituhlutfall út og einföldu kolvetnin. Þá á ég við allt með sykri í," svarar Arnar Grant líkamsræktarþjálfari aðspurður um góð ráð fyrir þá sem vilja koma sér í form. „Það skiptir miklu máli að hafa óhollustuna í algjöru lágmarki í ísskápnum. Ef það er ekki til á heimilinu eru litlar líkur að þú borðir það," segir Arnar og heldur áfram: „Hollt mataræði er 65 til 70% hluti sem til þarf ef árangur í heilbrigðu líferni á að nást." „Svo er það hreyfingin. Fólk á ekki að taka lyftur. Það á að labba upp stigana og fólk á ekki að reyna að finna bílastæði nálægt áfangastaðnum heldur leggja aðeins lengra í burtu og fá þannig ókeypis hreyfingu í leiðinni." „Ef maður vaknar bara aðeins fyrr á morgnana og fær sér morgunmat gerir það gæfumuninn. Þeir sem eru feitir eru þeir sem borða ekki morgunmat. Það er samasem merki þar á milli. „Þá vekur maður upp líkamann og hann fær orku í sig til að hreyfa sig betur og öll starfsemi fer á flug þannig að við verðum betri í alla staði. Betri starfskraftar, betri foreldrar og svo framvegis," segir Arnar. „Þetta eru einföld atriði sem kosta ekki krónu," segir hann að lokum.

Lífið

Ungfrú Venesúela sigraði Miss Universe

Ungrú Venesúela, hin 18 ára gamla Stefanía Fernandez sigraði í nótt í keppninni Ungfrú Alheimur sem fram fór á Bahamaeyjum. Fulltrúi Íslands í kepnninni, Ingibjörg Egilsdóttir komst í fimmtán manna úrslitakeppni en hreppti ekki verðlaunasæti.

Lífið

Strumparnir aftur í sjónvarp

Stöð 2 hefur tryggt sér sýningaréttinn á Strumpaþáttunum og munu sýningar hefjast í næsta mánuði. Þættirnir sem um ræðir eru sömu Strumpaþættir og nutu mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar, en Stöð 2 hefur endurbætt þættina með því að hreinsa þá og færa á stafrænt form. Þá er einnig búið að endurhljóðvinna talsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikara, eða Ladda, sem talaði fyrir alla Strumpana, Kjartan galdrakarl og köttinn hans.

Lífið

Íslendingur farðar fyrir Úlfamynd

Íslenski förðunarmeistarinn, Stefán Jörgen, brá heldur betur í brún þegar hringt var í hann fyrir nokkru og hann beðinn um að koma til starfa við Hollywood-kvikmyndina The Wolf Man. Sá sem bað sérstaklega um Stefán heitir Rick Baker og er einn sá allri be

Lífið

Sólbrúnir með glænýja plötu

Baggalútur er kominn aftur á stjá eftir sumarfrí með nýja plötu í farteskinu, Sólskinið í Dakóta, og stútfulla heimasíðu af fréttatengdu gríni.

Lífið

Félagar fengu hæstu einkunn

Félagarnir Einir Guðlaugsson og Örn Ingólfsson útskrifuðust með hæstu einkunn, eða 12, úr meistaranámi sínu í verkfræði við Tækniháskólann í Danmörku. „Maður er alveg í skýjunum og er í rauninni ekki alveg búinn að fatta að maður sé búinn með þetta,“ segir Einir. „Þetta kom skemmtilega á óvart en við vorum búnir að vinna að hart að þessu verkefni og stefndum á þetta.“

Lífið

Oasis hætti við tónleika vegna hálsbólgu

Breska hljómsveitin Oasis neyddist til þess að hætta við fyrirhugaða tónleika sína á tónlistarhátíðinni V festival eftir að söngvari sveitarinnar, Liam Gallagher, fékk hálsbólgu og missti röddina.

Lífið

Greftrun Jacksons enn frestað

Greftrun poppgoðsins Michael Jackson hefur enn verið frestað um fimm daga. Samkvæmt lögfræðingi móður Jacksons var ágreiningur innan fjölskyldunnar um dagsetninguna, þar eð einhverjir vildu að goðið yrði jarðsett á afmælisdegi sínum 29. ágúst eins og til stóð, en aðrir hafi verið því mótfallnir.

Lífið

Innrás Indverja rétt að byrja

„Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi.

Lífið

Ósætti um íslenska tískuviku

Mikil umræða hefur skapast í kringum viðburðinn Iceland Fashion Week og eru Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, í hópi þeirra hönnuða sem eru óánægðir með viðburðinn.

Lífið

Ragnheiði Clausen aftur hent út af Facebook

„Ég veit ekki hvort það sé Facebook-liðið eða eitthvað fólk sem vill mig burt. Ég hef engar skýringar á þessu og er eiginlega bara þreytt og pirruð. Ég sem hélt að þetta ætti að vera eitthvað gaman,“ segir Ragnheiður Elín Clausen, fyrrum sjónvarpsþula. Henni hefur nú verið hent, aftur, útaf Facebook-vinasamfélaginu án skýringa.

Lífið

Vann þúsund bjórdósir á Hellu

Kristján Jónsson sigraði í Bjórreið á Hellu um síðustu helgi. „Það eru níu hundruð eftir, það má alveg brúka það, halda gott partí eða eitthvað,“ segir Kristján Jónsson knapi, en hann sigraði í svokallaðri bjórreið sem haldin var á Hellu um síðustu helgi í tengslum við Töðugjöld. Í sigurlaun voru hundrað kassar af Egils Gulli sem gerir um þúsund bjóra, reyndar litlar dósir, en engu að síður töluvert magn af bjór.

Lífið