Lífið

Oasis hætti við tónleika vegna hálsbólgu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Liam Gallagher
Liam Gallagher
Breska hljómsveitin Oasis neyddist til þess að hætta við fyrirhugaða tónleika sína á tónlistarhátíðinni V festival eftir að söngvari sveitarinnar, Liam Gallagher, fékk hálsbólgu og missti röddina.

Hljómsveitin Snow Patrol kom í þeirra stað og verða aðal atriðið á stóra sviðinu á Hyland Park í Chelmsford, þar sem hátíðin fer fram.

Talsmaður hljómsveitarinnar sagði þetta vera fyrstu tónleikana sem sveitin þarf að sleppa á árslöngu tónleikaferðalagi hennar.

„Að sjálfsögðu erum við öll miður okkar yfir þessu. Liam reynir nú að hvílast og ætti að vera klár í slaginn næsta föstudag í París," segir talsmaðurinn, en þar verða næstu tónleikarnir á ferðalagi sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.